Flagga í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2021 16:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað öllum erlendum sendiráðum að flagga fánanum í hálfa stöng fram á föstudag. Bandaríska sendiráðið Bandaríska fánanum hefur verið flaggað í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið hér á landi til að minnast þeirra 500 þúsund einstaklinga sem hafa látist í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Sjá meira
Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49