Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:39 Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld. Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira
Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Sjá meira