Einvígi Rangers og Royal Antwerp í Evrópudeildinni setti met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 22:45 Rangers léku listir sínar í kvöld. Craig Williamson/Getty Images Rangers vann 5-2 sigur á Royal Antwerp í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða met í fjölda marka í einvígi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk 4-3 Rangers í vil. Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Leikur kvöldsins var frábær skemmtun en Alfredo Morelos kom heimamönnum yfir á níundu mínútu. Lior Refaelov jafnaði metin þegar hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Í þeim síðari skoraði Natan Petterson strax í upphafi og staðan 2-1 Rangers í vil. Ryan Kent bætti við marki fyrir heimamenn á 55. mínútu og staðan 3-1, Morelos lagði upp bæði mörkin. Didier Lamkel Ze minnkaði muninn fyrir Antwerp skömmu síðar en undir lok leiks fengu heimamenn tvær vítaspyrnur. Borna Barisic skoraði úr þeirri fyrri og Cedric Itten úr þeirri seinni, lokatölur því 5-2 og lærisveinar Steven Gerrard fara áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir að vinna einvígið samtals 9-5. GALLERY: Rangers 5-2 Royal Antwerp Check out the full match gallery: https://t.co/3Y6loMGIjL pic.twitter.com/OsesHAs1dq— Rangers Football Club (@RangersFC) February 25, 2021 Aldrei hafa fleiri mörk verið skoruð í tveggja leikja einvígi í Evrópudeildinni. Tveir leikir og 14 mörk skoruð, því miður fyrir Rangers voru stuðningsmenn ekki leyfðir en Ibrox-völlurinn í Glasgow í Skotlandi hefði nötrað af stemmningu í kvöld. Dregið verður í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu á morgun. Ásamt Rangers má þar finna lið á borð við Manchester United, Tottenham Hotspur, Arsenal, Ajax, Villareal, Molde, Roma og PSV Eindhoven. Rangers 9-5 Antwerp is the highest-scoring two-legged knock-out game in #UEL history.A goal every 12.8 minutes over the two legs. pic.twitter.com/pGGv59b9Vp— Squawka Football (@Squawka) February 25, 2021 Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15 Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01 Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55 Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Sjá meira
Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni. 25. febrúar 2021 22:15
Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2021 20:01
Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram. 25. febrúar 2021 21:55
Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar. 25. febrúar 2021 19:45