Zlatan segir LeBron James að hætta að skipta sér af Sindri Sverrisson skrifar 26. febrúar 2021 10:31 LeBron James hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum. Zlatan Ibrahimovic vill að hann hætti að skipta sér af pólitík. Samsett/Getty Zlatan Ibrahimovic segir að LeBron James eigi ekki að vera að blanda sér í pólitísk umræðuefni heldur halda sig við það sem hann sé góður í – að spila körfubolta. Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan. NBA Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Þetta segir hinn sænski Zlatan í viðtali við Discovery+ í Svíþjóð sem vakið hefur mikla athygli. Zlatan Ibrahimovic uppskattar basketspelaren Lebron James men tycker inte att han ska lägga sig i politiken: "Lebron är fenomenal på det han gör, men jag gillar inte när folk med status lägger sig i politik" Lång intervju med Zlatan Ibrahimovic: https://t.co/oXm5gjmhKv pic.twitter.com/J3L82GWLD6— discovery+ sport (@dplus_sportSE) February 25, 2021 Zlatan er afar hrifinn af James sem körfuboltamanni og þegar Svíinn sjálfumglaði flutti til Los Angeles til að spila fótbolta sagði hann borgina eiga kóng í James. Bætti því svo við að nú ætti borgin líka guð. Zlatan er hins vegar minna hrifinn af afskiptum James af pólitík. James hefur til að mynda verið óhræddur við að gagnrýna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og lýsti opinberlega yfir stuðningi við Joe Biden. James sagði að það yrði frábært að heimsækja Biden í Hvíta húsið til að halda upp á NBA-meistaratitil LA Lakers en Trump fékk aldrei NBA-meistara í heimsókn þau fjögur ár sem hann var forseti. Stóru mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt „LeBron er einstakur í því sem hann gerir en mér líkar það ekki þegar að fólk skapar sér ákveðinn sess en fer að skipta sér af pólitík á sama tíma. Gerðu það sem þú ert góður í. Vertu í þínu fagi. Ég spila fótbolta vegna þess að ég er bestur í fótbolta. Ég skipti mér ekki af pólitík. Ef að ég væri pólitískur þá myndi ég vera í stjórnmálum,“ sagði Zlatan. „Þetta eru stóru, fyrstu mistökin sem fólk gerir þegar það verður frægt og öðlast ákveðinn sess. Haldið ykkur utan við þetta. Gerið það sem þið eruð góð í því þetta kemur ekki vel út,“ sagði Zlatan.
NBA Ítalski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira