Glæpahópar farnir að nýta sér kunnáttu sérfræðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2021 20:04 Almennir borgara verða einna helst varir við starfsemi hópanna sem fórnarlömb svika, innbrota og þjófnaða. Vísir/Vilhelm Lögregla áætlar að um fimmtán glæpahópar séu starfræktir hérlendis. Hóparnir virðast í auknum mæli nýta sér aðstoð sérfræðinga við afbrot sín. Allir eiga þeir sameiginlegt að hafa einhverja tengingu við fíkniefnaframleiðslu eða -dreifingu. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti. Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að aðrir brotaflokkar væru til dæmis ýmis konar svik, til dæmis gagnvart opinberum stofnunum, innbrot og þjófnaðir og mansal og vændi. Hann sagði stærð hópanna oft á bilinu fimm til tíu manns en það væri þó breytilegt. Hóparnir notuðu lögmæta starfsemi til að þvætta hinn illa fengna ágóða en Karl Steinar sagði þá starfsemi af ýmsum toga. Spurður um uppbyggingu hópanna með tilliti til þjóðernis sagði hann óvenjulega stöðu uppi á Íslandi; allur gangur væri á því hvort meðlimir hópar væru fæddir hér og uppaldir eða hefðu komið hingað og dvalið í skemmri eða lengri tíma. Lögregla yrði nú í auknum mæli vör við að hóparnir nýttu sér kunnáttu sérfræðinga við brotastarfsemina, til dæmis lögfræði-, bókhalds- og tölvuaðstoð. Karl Steinar sagði lögreglu hafa nokkrar áhyggjur af þróun mála, þar sem skipulögð glæpastarfsemi virtist vera að vaxa að umfangi og væri jafnvel orðin stærra vandamál í Evrópu en hryðjuverkaógnin. Lögregla væri hins vegar vel í stakk búin til að takast á við vandann en þar skipti mestu samvinna lögregluembætta innanlands og samvinna íslenskra og erlendra löggæsluyfirvalda. Unnið væri að því að styrkja tæknilega getu lögreglu og þá hefði henni verið tryggð lagaleg úrræði til að takast betur á við ákveðna þætti, meðal annars peningaþvætti.
Lögreglumál Utanríkismál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira