Ekki viss um að óvenju margar fæðingar undanfarnar vikur séu afleiðingar samkomubannsins Elísabet Inga Sigurðardóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 26. febrúar 2021 20:05 Anna Sigríður Vernharðsdóttir er yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. STÖÐ2 Óvenju mörg börn hafa fæðst á fæðingarvakt Landspítalans undanfarnar tvær vikur, eða hátt í sautján á dag. Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“ Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um þrjú þúsund og tvö hundruð börn fæðast árlega á Landspítalanum, en óvenju mikið annríki hefur verið þar að undanförnu. „Núna síðustu tvær vikur hafa verið að fæðast hérna tíu til ellefu börn að meðaltali en svona á venjulegum degi, ef maður tekur svona meðaltal yfir árið þá eru það svona átta til níu börn sem fæðast að meðaltali hér. Þannig að það er svona búið að vera líflegt hérna,“ sagði Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir á fæðingarvakt Landspítalans. „Í þessum önnum núna síðustu tvær vikurnar þá komu flest sautján börn einn daginn.“ Samkomubannsbörn? Hún segir að almennt sé ekki hægt að spá fyrir um annríki á fæðingardeildinni. „Frekar hægt að segja að það séu tveir mánuðir sem skera sig úr að vera ekki svo annasamir, það er desember og janúar sem eru svona síst annasamir en það hefur verið óvenju annasamt síðustu tvær vikurnar,“ sagði Anna. Það er oft talað um þjóðhátíðarbörn, er hægt að tala um samkomubannsbörn í dag? „Kannski en það er ekkert óvenjulega mörg börn að fæðast eins og í þessum mánuðu eða við eigum ekkert von á óvenjulega mörgum börnum á næstu mánuðum.“ Hún segir einstaklega ánægjulegt að fá að taka á móti nýju lífi en starfsfólkið fagnar því líka sérstaklega að starfsemi fæðingarvaktarinnar sé loks farin að taka á sig eðlilegri mynd, en þar, líkt og annars staðar, voru settar strangar skorður í heimsfaraldrinum. „Það er alltaf líf og fjör hérna og okkur finnst mjög gaman að vinna hér og eiginlega bara forréttindi að fá að vera með fólki hérna á þessari stundu. Það er alltaf líf og fjör.“
Landspítalinn Börn og uppeldi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira