Ár frá því kórónuveiran nam land á Íslandi Birgir Olgeirsson skrifar 28. febrúar 2021 07:01 Hér má sjá þau Víði Reynisson yfirlögregluþjón, Ölmu Möller landlækni, Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala á fyrsta blaðamannafundinum sem boðaður var vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir ári síðan sem fréttin var sögð af fyrsta greinda tilfelli kórónuveirunnar hér á landi. Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Um var að ræða karlmann á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim frá Norður Ítalíu þar sem hann hafði verið í skíðaferð ásamt fjölskyldu og vinum. Boðað var til blaðamannafundar í kjölfarið þar sem meðal annars Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sóttvaranlæknir sátu fyrir svörum. Sjá má þennan blaðamannafund hér fyrir neðan: Brýnt var fyrir þjóðinni að halda ró sinni, meirihluti þeirra sem smituðust fengju væg einkenni og farið var yfir hvernig veiran smitaðist á milli fólks. Greint var frá því að heil þrjú lögregluembætti höfðu verið virkjuð til að rekja ferðir mannsins en líkt og margir þekkja nú var smitrakningateymi myndað skömmu síðar. Forseti Íslands steig fram og brýndi fyrir landsmönnum að vera forsjálir, skynsamir og yfirvegaðir. Skelfing myndi enga vanda leysa. Ekki skorti grínið frá fólki á samfélagsmiðlum sem sumt hvað reyndist seinna meira reyndist ekki of fjarri þeim veruleika sem Íslendingar þurftu að kljást við í kjölfarið. Síðan þá hafa rúm 6.000 manns smitast af kórónuveirunni hér á landi í þremur bylgjum. Tæp fimmtíu þúsund hafa farið í sóttkví, rúm 277 þúsund sýni hafa verið tekin, 327 hafa lagst inn á sjúkrahús og 53 á gjörgæslu. 29 hafa látist. Fyrir ári virtist bóluefni við veirunni óljós draumur en í dag hafa rúmlega 12.500 verið fullbólusettir við veirunni og búast stjórnvöld við að þorri þjóðar verði bólusettur fyrir mitt ár. Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Stöðvar 2 af þessu fyrsta greinda tilfelli
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira