Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2021 17:30 Allra augu beinast að Keili og hrauninu í kring vegna óróa sem mælist á jarðskjálftamælum. Vísir/RAX Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. „Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Sem segir okkur að óróinn sem við sáum í gær hefur ekki valdið miklum breytingum. Við sjáum það út frá þessum gervihnattamyndum.“ Hefðu átt að sjást meiri og sterkari ummerki ef mikil hætta væri á gosi? „Já, það ættu í rauninni að vera skýrari merki, sérstaklega ef kvikan væri komin upp eða búin að ferðast nær yfirborðinu. Þá ættum við að sjá einhver merki um það á myndunum.“ Á fundinum var færsla skjálftavirkninnar líka kortlögð. Elísabet segir að svo virðist sem hrinan hafi færst aðeins í suðvestur. „Við sáum skjálfta í gærkvöldi og í nótt við suðvestur Fagradalsfjall og við Þorbjörn. Það er verið að teikna upp hvað geti mögulega valdið því.“ Elísabet var spurð hvaða tilgátur væru uppi um það. „Núna erum við að horfa til þess að óróinn sem sást í gær sé búinn. Það er hugsanlega einhver berggangur sem er að breytast og færast til þarna undir en eins og staðan er núna þá hefur bara verið tiltölulega rólegt í dag. Það er mikil skjálftavirkni, við sjáum engin merki um óróa eins og í gær. Þannig að þá þarf bara að skoða hvort við færum flugkóðann yfir á gult því við sjáum ekki þessi merki sem við sáum í gær. Er of snemmt að útiloka þá sviðsmynd að það gæti gosið? „Það eru minni líkur á því í dag heldur en í gær af því við sjáum ekki þennan óróa en um leið og við sjáum hann aftur þá tökum við aftur upp viðbragðsáætlun og breytum flugkóða. Við erum ennþá mjög vakandi yfir þessu og erum með tvöfaldar vaktir alls staðar og erum auðvitað búin að bæta við fullt af mælitækjum. Gasmælitæki voru sett upp í dag þannig að það ætti alls ekkert að fara fram hjá okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira