Dómur yfir Gunnari Jóhanni mildaður úr þrettán árum í fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:34 Gunnar Jóhann Gunnarsson (neðri mynd til hægri) banaði Gísla Þór Þórarinssyni, hálfbróður sínum, í norska bænum Mehamn í apríl 2019. Gunnar Jóhann hlaut þrettán ára fangelsisdóm í október síðastliðinn. Hann hefur nú verið mildaður verulega. Getty Dómurinn yfir Gunnari Jóhanni Gunnarssyni, sem skaut hálfbróður sinn til bana í bænum Mehamn í Noregi, var í gær mildaður verulega. Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Norska ríkisútvarpið, NRK, greindi frá dómnum í gærkvöldi. Áfrýjunardómstóll kvað upp úr í gær um að þrettán ára fangelsisdómur sem Gunnar hlaut í héraði skyldi mildaður í fimm ára fangelsisdóm. Gunnar getur sótt um reynslulausn þegar hann hefur setið af sér tvo þriðju dómsins en hann er þegar búinn að afplána tæp tvö ár í gæsluvarðhaldi sem dregst þá frá refsingunni. Ákæruvaldið íhugar nú hvort það muni áfrýja niðurstöðunni til hæstaréttar. Gísla Þór Þórarinssyni blæddi út eftir að Gunnar Jóhann skaut hann í lærið. Gísli var á lífi þegar lögreglan kom á vettvang en tókst ekki að bjarga lífi hans. Málflutningur hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø 22. febrúar síðastliðinn. Dómur Héraðsdóms Austur-Finnmerkur var í samræmi við kröfur saksóknara um að Gunnar Jóhann hefði banað hálfbróður sínum að yfirlögðu ráði. Naumur meirihluti dómara í áfrýjunarmálinu var hins vegar á öndverðum meiði og fannst ekki hafið yfir vafa að það hafi verið ásetningur Gunnars Jóhanns að skjóta Gísla Þór til bana. Fjórir dómarar voru sammála en þrír vildu staðfesta dóminn af lægra dómstigi. Greint var frá því í desember að verjendur Gunnars Jóhanns hafi fengið til liðs við sig lögmanninn Brynjar Meling sem er vel þekktur í Noregi, en fyrst og fremst fyrir að hafa verið lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns.
Manndráp í Mehamn Noregur Dómsmál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04 Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00 Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01 Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ég varð að halda andliti barnanna vegna“ „Tíminn vinnur almennt með okkur, en þetta var svakalega erfitt sérstaklega fyrsta árið eftir að þetta gerðist. Ég varð að halda andliti barnanna vegna. Þau hafa misst tvær mikilvægar manneskjur úr lífi sínu, og ég stóð eftir ein.“ 26. febrúar 2021 11:04
Áfrýjunarmeðferð í máli Gunnars Jóhanns hófst í morgun Málflutningur í máli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem dæmdur var í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað bróður sínum í bænum Mehamn í Norður-Noregi í apríl 2019, hófst í lögmannsrétti Hálogalands í Tromsø í morgun. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum yfir skjólstæðingi sínum sem féll í október síðastliðnum. 22. febrúar 2021 11:00
Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. 5. janúar 2021 16:01
Útilokar ekki slysaskot en athæfi Gunnars talið úrslitaatriði Dómarinn í máli Gunnars Jóhanns Gunnarsson, sem dæmdur var í 13 ára fangelsi í dag fyrir að skjóta hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl í fyrra, segist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. 20. október 2020 12:59