Dæmi um að íbúar hafi leigt hótelherbergi yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. mars 2021 12:53 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. VÍSIR/EGILL Íbúar Grindavíkur leigðu sér hótelherbergi og sumarbústaði yfir helgina til að frá frí frá skjálftahrinunni sem ekkert lát virðist á að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Skjálftavirknin færðist í átt að Grindavík í nótt og fundu íbúar vel fyrir snörpum skjálftum. Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Jarðskjálftavirkni jókst umtalsvert í Fagradalsfjalli í gærkvöldi. Um klukkan 22 hófst óróapúls sem stóð yfir í um tuttugu mínútur og var í framhaldinu mikil virkni í nótt með snörpum skjálftum. Óróapúlsinn sem mældist í gærkvöld var minni en sá sem mældist þann þriðja mars. Stærsti skjálfti næturinnar var 5,0 að stærð og reið hann yfir klukkan tvö um þrjá kílómetra vestsuðvestur af Fagradalsfjalli. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar vaknaði við skjálftann í nótt. „Ég vaknaði upp við skjálftann sem var um klukkan tvö. Hann var mjög sterkur og upptökin nálægt okkur þannig að ég held að flestir hafi hrokkið upp við hann,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík. Afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni Vísindaráð fundaði með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í nótt vegna skjálftanna. „Það var boðað til fundar að frumkvæði Almannavarna. Þar voru sérfræðingar frá Veðurstofunni sem voru aðallega að fara yfir og rýna í gögn um hvað væri á ferðinni. Þá kom í ljós að þetta voru taldar afleiðingar af spennubreytingum í jarðskorpunni en ekki tilfærslu á kviku og í því ljósi var ekki talin ástæða til sérstakra viðbragða af hálfu almannavarna,“ segir Fannar. Íbúar sækja í frið frá hrinunni Fannar segir óþægilegt eftir allan þennan tíma að ekkert lát skuli vera á skjálftahrinunni. „Í bili þá eru örugglega margir sem hafa notað tækifærið um helgina í fríinu og farið í sumarbústað. Einhverjir hafa verið að leigja sér hótelherbergi eða farið til ættingja að dreifa huganum. Ég veit ekki til þess að íbúar séu að flytja til burtu varanlega en örugglega vilja margir komast í annað umhverfi um helgina og líta aðeins upp frá þessu,“ segir Fannar. „Þetta er auðvitað mjög lýjandi eftir svona langan tíma að þetta skuli enn standa yfir og þess vegna er mikilvægt að fólk reyni að hlúa að sér og sínum og líka að halda sinni rútínu. Það er sérstaklega vont að vakna við svona skjálfta um miðja nótt í myrkri.“ Opið hús í dag Opið hús verður í Kvikunni í dag á milli klukkan 13 og 17 þar sem áhersla verður lögð á að koma upplýsingum til pólska samfélagsins að sögn Fannars. Fundurinn sjálfur hefst klukkan 14:30 og hægt verður að horfa á streymi á Youtube síðu Grindavíkurbæjar. Sýnt verður frá streyminu hér á Vísi. Vísindaráð mun funda með almannavörnum og fulltrúum Grindavíkurbæjar í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39 Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29 Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Möguleg gossvæði orðin sjö Sjö svæði eru nú metin möguleg gossvæði á Reykjanesskaga, samkvæmt nýrri eldsuppkomuspá Eldfjallafræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 7. mars 2021 12:39
Heldur rólegra í morgun og minna um stóra skjálfta „Morguninn er búinn að vera aðeins rólegri heldur en nóttin og síðustu klukkustundir hafa áfram verið að mælast mikið af smærri skjálftum, mest á svæðinu við Fagradalsfjall en áfram einn og einn sem norðan við Grindavík,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. 7. mars 2021 12:29
Skjálfti upp á fimm sem fannst bæði í Búðardal og Vík í Mýrdal Þrír stórir skjálftar hafa orðið á suðvesturhorninu eftir miðnætti. Sá síðasti um klukkan tvö var fimm að stærð og fannst vestur í Búðardal og austur í Vík í Mýrdal. 7. mars 2021 00:44