Búið að útfæra 970 milljóna króna greiðslur til bænda vegna Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 10:43 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm 970 milljónir króna verða greiddar út til sauðfjár- og nautgripabænda til að mæta áhrifum heimsfaraldurs Covid-19. Veiting fjármunanna var samþykkt í fjárlögum ársins 2021 en Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur nú lokið við útfærslu á ráðstöfun þeirra. Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern. Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu að stuðningurinn sé liður í tólf liða aðgerðaáætlun til að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem kórónuveirufaraldurinn hafi haft á greinina. Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis við afgreiðslu málsins var miðað við að 75% fjármagnsins rynnu til sauðfjárbænda og 25% til kúabænda. Liggur nú fyrir frekari útfærsla á dreifingu fjármunanna sem unnin var í samráði við Bændasamtök Íslands, Landssamtök sauðfjárbænda og Landssamband kúabænda. Að sögn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fara 727 milljónir til sauðfjárbænda og 243 milljónir til nautgripabænda. Skiptist stuðningurinn á eftirfarandi hátt: Viðbótargreiðsla á gæðastýringarálag kindakjöts 2020 – 562 m. Kr. Greitt í mars 2021. Þetta þýðir að greiðslan til bænda hækkar um þriðjung frá því sem áður hefur verið greitt vegna ársins 2020 Viðbótargreiðsla á ullarframleiðslu 2020 – 65 m. kr. Bætist við greiðslu vegna ullarnýtingar þegar uppgjör fer fram um mitt ár 2021. Til framkvæmdar á sérstakri aðgerðaáætlun í sauðfjárrækt (sbr. 11. tölulið í áætlun ráðherra) Þessi áætlun verður unnin í samstarfi við sauðfjárbændur í mars 2021. Greiðslur fara eftir framkvæmd og eðli verkefna. Viðbótargreiðsla á alla ungnautagripi 2020 – 243 m. kr. Greitt í mars 2021. Greiðslan dreifist á alla UN gripi sem komu til slátrunar á árinu 2020. Það eru alls tæplega 11.000 gripir og aukagreiðslan er tæpar 22.400 kr. á hvern.
Landbúnaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira