Eldgos í sjó möguleiki Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. mars 2021 11:57 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga í dag. Skjáskot/Map.is Ekkert lát er á snörpum jarðskjálftum á Reykjanesskaga þrátt fyrir að þeim hafi fækkað síðustu daga. Á þriðja tug jarðskjálfta stærri en þrír hafa mælst frá miðnætti. Sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgos gæti orðið í sjó. Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sterkasti jarðskjálftinn frá miðnætti mældist 5,0 að stærð skömmu fyrir klukkan átta í morgun að því fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálftinn fannst víða á Suðvesturhorni landsins, austur á Hvolsvöll og upp í Borgarfjörð. Tvö þúsund og sexhundruð mældust á svæðinu í gær en það sem af er degi hafa þegar mælst mörg hundruð skjálftar, þar af 22 sem eru stærri en 3M. Bjarki Kaldalón Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir ganginn í kvikunni svipaðan og síðustu daga. „Svo staðan er frekar óbreytt miðað við í gær en skjálftavirkni er mjög mikil í dag og heldur áfram. Eins og flestir eru búnir að finna fyrir að þá hefur fólk vaknað í morgun við skjálfta uppá 5,0 að stærð,“ segir Bjarki. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hefur færst til um að minnsta kosti 500 metra á sólarhring síðustu daga þó hreyfing frá miðnætti hafi verið lítil og enn er líklegur uppkomustaður eldgoss syðst í Fagradalsfjalli við Nátthaga. Vísindaráð almannavarna kom saman nú á tólfta tímanum þar sem farið var yfir þróun virkninnar á svæðinu síðustu daga og þær breytingar sem hafa orðið. Bjarki segir að ekki sé að sjá að kvika hafi færst nær yfirborði en sú sviðsmynd er til skoðunar að eldgoss gæti komið upp í sjó. „Já, hún er áfram sama sviðsmyndin eins og í gær þar sem talið er að þetta geti farið út í sjó en við erum ekki viss um það enn þá. Eins og er að þá er ekki mikil hreyfing á kvikunni í suðsuðvesturátt svo hún liggur inni í Nátthaga enn þá,“ segir Bjarki. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi í morgun samþykkt á fundi sínum að skipa hóp ráðuneytisstjóra í samráði við viðeigandi stofnanir og heimamenn að tryggja vernd mikilvægra innviða komi til eldgoss. „Þar er ég auðvitað að tala um orkukerfið, vatnsból og fjarskipti. Þannig að við ætlum í raun og veru að hefja þessa vinnu þó að ekkert eldgos sé hafið og við vitum í sjálfu sér hvort eða hvenær það verður,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47 Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Snarpur morgunskjálfti 5,0 að stærð Snarpur skjálfti fannst á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu um 7:43 í morgun. Skjálftinn var 5,0 að stærð við Fagradalsfjall. 12. mars 2021 07:47
Fimmtán skjálftar yfir þremur í nótt Alls hafa um 750 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti í nótt. Þar af hafa fimmtán skjálftar verið yfir þremur að stærð og sá stærsti fjórir að stærð. 12. mars 2021 06:23