WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 16:48 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55