Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson og Hannes S. Jónsson eru á því að það þurfi að lagfæra skiptingu yngri flokka í körfuboltanum hér á landi. Vísir/Vilhelm Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32