Duttlungar fasismans Magnús D. Norðdahl skrifar 15. mars 2021 14:00 Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum. Ljóst var að óánægja fólks og hræðsla myndi ekki einskorðast við embættistíð og embættisfærslu Trumps sjálfs, heldur ruddi hann brautina fyrir aðra frambjóðendur um veröld alla sem vildu byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu, virðingarleysi fyrir minnihlutahópum og almennum borgaralegum réttindum. Pólitískir tækifærissinnar um allan heim sáu nú svart á hvítu að hægt var að vinna kosningar með þessum hætti. Þeir myndu því vígreifir grípa til sömu aðferða. Trump varð mörgum stjórnmálamönnum fyrirmynd og hvatning og mátti sjá orðræðu ýmissa leiðtoga verða grófari eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum 2016. Sem dæmi má nefna Rodrigo Duterte forseta Filippseyja, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, Abdel Fattah Al-Sisi forseta Egyptalands og ekki síst Jair Bolsonaro stjórnmálamann og síðar forseta Brasilíu. Varasamir leiðtogar urðu nú beinlínis hættulegir og sáu kjör Trump sem viðurkenningu og réttlætingu á daðri sínu við þjóðernishyggju og fasisma. Fasísk hugmyndafræði raungerist Aðalpersóna skáldsögunnar Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojefskí nefnist Raskolníkof. Hann er heltekinn af hugmyndum um „ofurmenni“ og að hann sjálfur sé eitt slíkra. Hann gengur svo langt að telja sig hafa heimild til að myrða aðra manneskju. Þessi sígilda bók fjallar öðrum þræði um þær aðstæður þegar gjá verður á milli siðferðilegrar afstöðu og hegðunar og þeirrar hugljómunar sem menn geta orðið fyrir þegar þeir sjá afleiðingar óæskilegra hugsana, orða og siðferðilegrar afstöðu raungerast. Það er ekki fyrr en hugmyndir Raskolníkofs raungerast á endanum, í morði á öldruðum okurlánara, sem hann áttar sig á raunverulegu inntaki afstöðu sinnar og hugsana. Við tekur langt tímabil samviskubits og á endanum hugljómun sem felst í höfnun á fyrri hugmyndum um ofurmenni. Raskolníkof iðrast með einlægum hætti. Þessi saga var mér hugleikin með hliðsjón af tíðindum frá Washington í upphafi þessa árs. Hvernig ætli þeim hafi liðið, sem höfðu stutt lýðskrumarann Donald Trump á síðastliðnum árum og leyft honum leynt og ljóst að ala á hatri, sundrungu og kynþáttahyggju, þegar þeir sáu hina fasísku hugmyndafræði raungerast í árás á þinghús bandarísku þjóðarinnar? Eflaust var ansi mörgum brugðið. Líklega upplifðu sumir hræðslu og óöryggi. Kannski leiddi það suma til snúast gegn hugmyndafræði Trump. Hversu stór sá hópur er og hversu djúpt áhrifin rista er enn óljóst og ræðst líklega ekki fyrr en í forsetakosningum Bandaríkjanna 2024. Repúblikanaflokkurinn virðist enn á valdi Trump og val á næsta forsetaframbjóðanda þeirra á eflaust eftir að taka mið af því. Fasísk ógn í íslensku samhengi Því miður daðra sumir Íslendingar við þjóðernishyggju og fasisma, þótt sumir kunni að fara leynt með það eða reyni að klæða skoðanir sínar í eilítið frambærilegri búning. Fasismi tekur ekki yfir heilt samfélag án aðdraganda og undirbúnings. Kærulaus ummæli sem byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir minnihlutahópum, geta í augum einhverra virst saklaus í upphafi en smátt og smátt grafa þau hins vegar undan sátt og samlyndi í samfélaginu. Óátalin geta þau aukið fylgi stjórnmálamanna sem sífellt sá í jarðveg haturs og sundrungar til að auka fylgi sitt. Stuðningsmenn Donalds Trump réðust á ekki á þinghús Bandaríkjanna í upphafi valdatíðar hans en þeir hlustuðu á neikvæð ummæli um útlendinga, jaðarsetta minnihlutahópa og meinta ósannsögli gagnrýninna fjölmiðla í þau fjögur ár sem valdatíð Donalds Trump stóð. Í orðræðu íslenskra stjórnmála hefur í auknum mæli orðið vart við fasíska duttlunga, andúð á útlendingum, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Um er að ræða fámennan en háværan hóp sem vill sækja sér atkvæði með þessum hætti. Það er ákaflega sorgleg og vafasöm þróun sem getur hæglega eftir því tíminn líður leitt til skelfilegra afleiðinga fyrir íslenskt samfélag. Orðum fylgir ábyrgð. Við erum ekki óhult fyrir ógn fasismans frekar en önnur vestræn lýðræðisríki. Grunnstefna Pírata Í sögulegu samhengi hefur árangur fasískra afla verið í réttu hlutfalli við fáfræði og fordóma. Jarðvegur fasisma er aldrei frjórri en þegar aðgangur almennings að upplýsingum er skertur. Sem dæmi má nefna að auðveldara er að kenna útlendingum um skort á atvinnumöguleikum ef almenningur hefur ekki aðgang að upplýsingum um jákvæð áhrif innflytjenda á vestræn hagkerfi. Í þessu samhengi er grunnstefna Pírata lykillinn að öflugri mótstöðu gegn fasískum duttlungum hverju sinni. Í grunnstefnunni er nefnilega lögð áhersla á upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar segir með skýrum hætti að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi og að aldrei skuli skerða rétt einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir. Þessu til viðbótar byggir grunnstefnan á gagnrýninni hugsun og vandaðri ákvarðanatöku, sem tekur mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu á hverjum tíma með áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og ábyrgð. Allt eru þetta atriði sem stuðla að því að almenningur sé upplýstur og láti ekki glepjast af orðræðu þeirra sem gæla við fasisma, útlendingahatur, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Sem þátttakandi í hreyfingu Pírata og væntanlegu framboði til Alþingis næsta haust, fái ég til þess brautargengi í yfirstandandi prófkjöri, mun ég leggja mig allan fram um að framfylgja grunnstefnu Pírata og veita það aðhald sem þörf er á. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum. Ljóst var að óánægja fólks og hræðsla myndi ekki einskorðast við embættistíð og embættisfærslu Trumps sjálfs, heldur ruddi hann brautina fyrir aðra frambjóðendur um veröld alla sem vildu byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu, virðingarleysi fyrir minnihlutahópum og almennum borgaralegum réttindum. Pólitískir tækifærissinnar um allan heim sáu nú svart á hvítu að hægt var að vinna kosningar með þessum hætti. Þeir myndu því vígreifir grípa til sömu aðferða. Trump varð mörgum stjórnmálamönnum fyrirmynd og hvatning og mátti sjá orðræðu ýmissa leiðtoga verða grófari eftir valdaskiptin í Bandaríkjunum 2016. Sem dæmi má nefna Rodrigo Duterte forseta Filippseyja, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels, Abdel Fattah Al-Sisi forseta Egyptalands og ekki síst Jair Bolsonaro stjórnmálamann og síðar forseta Brasilíu. Varasamir leiðtogar urðu nú beinlínis hættulegir og sáu kjör Trump sem viðurkenningu og réttlætingu á daðri sínu við þjóðernishyggju og fasisma. Fasísk hugmyndafræði raungerist Aðalpersóna skáldsögunnar Glæpur og refsing eftir Fjodor Dostojefskí nefnist Raskolníkof. Hann er heltekinn af hugmyndum um „ofurmenni“ og að hann sjálfur sé eitt slíkra. Hann gengur svo langt að telja sig hafa heimild til að myrða aðra manneskju. Þessi sígilda bók fjallar öðrum þræði um þær aðstæður þegar gjá verður á milli siðferðilegrar afstöðu og hegðunar og þeirrar hugljómunar sem menn geta orðið fyrir þegar þeir sjá afleiðingar óæskilegra hugsana, orða og siðferðilegrar afstöðu raungerast. Það er ekki fyrr en hugmyndir Raskolníkofs raungerast á endanum, í morði á öldruðum okurlánara, sem hann áttar sig á raunverulegu inntaki afstöðu sinnar og hugsana. Við tekur langt tímabil samviskubits og á endanum hugljómun sem felst í höfnun á fyrri hugmyndum um ofurmenni. Raskolníkof iðrast með einlægum hætti. Þessi saga var mér hugleikin með hliðsjón af tíðindum frá Washington í upphafi þessa árs. Hvernig ætli þeim hafi liðið, sem höfðu stutt lýðskrumarann Donald Trump á síðastliðnum árum og leyft honum leynt og ljóst að ala á hatri, sundrungu og kynþáttahyggju, þegar þeir sáu hina fasísku hugmyndafræði raungerast í árás á þinghús bandarísku þjóðarinnar? Eflaust var ansi mörgum brugðið. Líklega upplifðu sumir hræðslu og óöryggi. Kannski leiddi það suma til snúast gegn hugmyndafræði Trump. Hversu stór sá hópur er og hversu djúpt áhrifin rista er enn óljóst og ræðst líklega ekki fyrr en í forsetakosningum Bandaríkjanna 2024. Repúblikanaflokkurinn virðist enn á valdi Trump og val á næsta forsetaframbjóðanda þeirra á eflaust eftir að taka mið af því. Fasísk ógn í íslensku samhengi Því miður daðra sumir Íslendingar við þjóðernishyggju og fasisma, þótt sumir kunni að fara leynt með það eða reyni að klæða skoðanir sínar í eilítið frambærilegri búning. Fasismi tekur ekki yfir heilt samfélag án aðdraganda og undirbúnings. Kærulaus ummæli sem byggja á útlendingahatri, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi fyrir minnihlutahópum, geta í augum einhverra virst saklaus í upphafi en smátt og smátt grafa þau hins vegar undan sátt og samlyndi í samfélaginu. Óátalin geta þau aukið fylgi stjórnmálamanna sem sífellt sá í jarðveg haturs og sundrungar til að auka fylgi sitt. Stuðningsmenn Donalds Trump réðust á ekki á þinghús Bandaríkjanna í upphafi valdatíðar hans en þeir hlustuðu á neikvæð ummæli um útlendinga, jaðarsetta minnihlutahópa og meinta ósannsögli gagnrýninna fjölmiðla í þau fjögur ár sem valdatíð Donalds Trump stóð. Í orðræðu íslenskra stjórnmála hefur í auknum mæli orðið vart við fasíska duttlunga, andúð á útlendingum, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Um er að ræða fámennan en háværan hóp sem vill sækja sér atkvæði með þessum hætti. Það er ákaflega sorgleg og vafasöm þróun sem getur hæglega eftir því tíminn líður leitt til skelfilegra afleiðinga fyrir íslenskt samfélag. Orðum fylgir ábyrgð. Við erum ekki óhult fyrir ógn fasismans frekar en önnur vestræn lýðræðisríki. Grunnstefna Pírata Í sögulegu samhengi hefur árangur fasískra afla verið í réttu hlutfalli við fáfræði og fordóma. Jarðvegur fasisma er aldrei frjórri en þegar aðgangur almennings að upplýsingum er skertur. Sem dæmi má nefna að auðveldara er að kenna útlendingum um skort á atvinnumöguleikum ef almenningur hefur ekki aðgang að upplýsingum um jákvæð áhrif innflytjenda á vestræn hagkerfi. Í þessu samhengi er grunnstefna Pírata lykillinn að öflugri mótstöðu gegn fasískum duttlungum hverju sinni. Í grunnstefnunni er nefnilega lögð áhersla á upplýsinga- og tjáningarfrelsi. Þar segir með skýrum hætti að upplýsingar eigi að vera aðgengilegar almenningi og að aldrei skuli skerða rétt einstaklinga til að leita þess að verða upplýstir. Þessu til viðbótar byggir grunnstefnan á gagnrýninni hugsun og vandaðri ákvarðanatöku, sem tekur mið af fyrirliggjandi gögnum og þekkingu á hverjum tíma með áherslu á beint lýðræði, gagnsæi og ábyrgð. Allt eru þetta atriði sem stuðla að því að almenningur sé upplýstur og láti ekki glepjast af orðræðu þeirra sem gæla við fasisma, útlendingahatur, kvenfyrirlitningu og virðingarleysi í garð minnihlutahópa. Sem þátttakandi í hreyfingu Pírata og væntanlegu framboði til Alþingis næsta haust, fái ég til þess brautargengi í yfirstandandi prófkjöri, mun ég leggja mig allan fram um að framfylgja grunnstefnu Pírata og veita það aðhald sem þörf er á. Höfundur er lögmaður og sækist eftir fyrsta sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun