Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 15. mars 2021 14:31 Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar