Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2021 20:00 Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem notað verður frá 1.maí til að ákveða sóttvarnaaðgerðir. Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. Svandís Svavarsdóttir sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að farið verði eftir kerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu eins og hefur verið kynnt áður. „Litamerking í löndum verður leiðandi í því hvaða ráðstafanir við erum með fyrir hvern hóp,“ segir hún. Séu lönd græn eða gul þá mun duga að framvísa neikvæðu PCR-prófi og fara í skimun við komuna til landsins. Ekki verður þörf á fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni. Séu lönd rauð munu farþegar enn þurfa að fara í tvöfalda skimun og sóttkví á milli. Bólusetningar- eða mótefnavottorð verða tekin gild frá öllum löndum. Svandís Svavarsdóttir segir breytingar á landamærum verða til umræðu á næstu dögum innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Nokkur græn og gul lönd Síðustu vikur hefur Ísland verið eitt fárra landa sem ekki er rautt á korti Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar en á korti frá 11. mars sést að fleiri lönd hafa bæst í hópinn. Ef litakóðakerfið væri í gildi í dag mættu farþegar frá til dæmis stærstum hluta Noregs, Finnlandi, Danmörku, Írlandi og Portúgal koma til landsins án þess að fara í fimm daga sóttkví. Þá sagði heilbrigðisráðherra að breytingar á landamærum verði ræddar á næstu dögum sem verða unnar eftir minnisblaði sóttvarnalæknis. „Þær munu fjalla um sýnatökur á börnum og hvernig sóttvarnahús verði notað meira en áður,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30 „Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. 16. mars 2021 11:57 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir sagði eftir ríkisstjórnarfund í dag að farið verði eftir kerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu eins og hefur verið kynnt áður. „Litamerking í löndum verður leiðandi í því hvaða ráðstafanir við erum með fyrir hvern hóp,“ segir hún. Séu lönd græn eða gul þá mun duga að framvísa neikvæðu PCR-prófi og fara í skimun við komuna til landsins. Ekki verður þörf á fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni. Séu lönd rauð munu farþegar enn þurfa að fara í tvöfalda skimun og sóttkví á milli. Bólusetningar- eða mótefnavottorð verða tekin gild frá öllum löndum. Svandís Svavarsdóttir segir breytingar á landamærum verða til umræðu á næstu dögum innan ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Nokkur græn og gul lönd Síðustu vikur hefur Ísland verið eitt fárra landa sem ekki er rautt á korti Evrópsku sóttvarnastofnunarinnar en á korti frá 11. mars sést að fleiri lönd hafa bæst í hópinn. Ef litakóðakerfið væri í gildi í dag mættu farþegar frá til dæmis stærstum hluta Noregs, Finnlandi, Danmörku, Írlandi og Portúgal koma til landsins án þess að fara í fimm daga sóttkví. Þá sagði heilbrigðisráðherra að breytingar á landamærum verði ræddar á næstu dögum sem verða unnar eftir minnisblaði sóttvarnalæknis. „Þær munu fjalla um sýnatökur á börnum og hvernig sóttvarnahús verði notað meira en áður,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30 „Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. 16. mars 2021 11:57 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða. 15. mars 2021 19:30
„Engar breytingar sem fólk mun finna fyrir“ Óverulegar breytingar taka gildi með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir 18. mars. Helstu breytingar snúa að ráðstöfunum í kringum hlé á tónleikum og í leikhúsi. Fjöldamörk og annað helst óbreytt. 16. mars 2021 11:57