KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Lina Pikciuté gefur Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot. stöð 2 sport KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði. „Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31
Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00
Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00
Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31