Karlrembunum fækkar enn í yfirmannahóp Ólympíuleikanna í Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 08:30 Hiroshi Sasaki og grínistinn Naomi Watanabe. Hiroshi ætlaði að vera svo sniðugur með að gera lítið úr henni vegna yfirstærðar hennar. Samsett/Getty/AP Hiroshi Sasaki, yfirmaður sköpunarteymis Ólympíuleikanna í Tókýó, hefur sagt af sér aðeins nokkrum mánuðum fyrir leikana. Sasaki er annar yfirmaður í yfirmannahóp þessara Ólympíuleika sem þarf að segja af sér vegna mjög óheppilegra ummæla um konur. Hiroshi Sasaki var yfirmaður teymisins sem sér um að setja upp og skipuleggja bæði Setningar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem eiga að vera frá 23. júlí til 8. ágúst í sumar. Sasaki kom sér í sín vandræði með því að gera lítið úr uppistandaranum vinsæla Naomi Watanabe í hópspjalli á netinu. If sexism were an Olympic sport, #Tokyo2020 organizers would be raking in the goldTokyo Olympics creative director Hiroshi Sasaki resigns after suggesting celebrity Naomi Watanabe could perform as an Olympig. ffs. By @StephenWadeAP & @yurikageyama https://t.co/nCFMCAGhDS— Jules Boykoff (@JulesBoykoff) March 18, 2021 Sasaki sagði þar að Naomi Watanabe gæti tekið að sér hlutverk „Olympig“ eða Ólympíugríssins. Hann lagði það til að hún myndi mæta með grísaeyru á Setningarhátíðina. Naomi er í yfirstærð. Sasaki hefur beðið Naomi afsökunar á ummælum sínum sem og viðurkennt að þetta hafi verið mikil móðgun. Naomi Watanabe sjálf hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Hin 33 ára gamla Watanabe er ein frægasti grínisti Japana en hún er þekkt fyrir að herma eftir frægu fólki sem og að berjast fyrir jákvæðri umræðu um mismunandi líkamsgerðir fólks. Hiroshi Sasaki, the head creative director for the opening and closing ceremonies at this year's Tokyo Olympics and Paralympics, has stepped down after making a derogatory comment about a woman, Kyodo News reported on Thursday. https://t.co/23YoJ07giY— Reuters Sports (@ReutersSports) March 17, 2021 Eins og áður sagði er Hiroshi Sasaki ekki fyrsta karlremban í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna sem þarf að segja af sér. Áður hafði forseti leikanna, Yoshiro Mori, sagt af sér eftir að hafa látið það út sér að konur töluðu of mikið og þess vegna tækju fundir með konur alltof langan tíma. Seiko Hashimoto tók við af honum en hún hefur lofað því að setja kynjajafnrétti í forgang á leikunum og bætti meðal annars við tólf konum í framkvæmdastjórn skipulagsnefndar leikanna. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Sasaki er annar yfirmaður í yfirmannahóp þessara Ólympíuleika sem þarf að segja af sér vegna mjög óheppilegra ummæla um konur. Hiroshi Sasaki var yfirmaður teymisins sem sér um að setja upp og skipuleggja bæði Setningar- og lokahátíð Ólympíuleikanna sem eiga að vera frá 23. júlí til 8. ágúst í sumar. Sasaki kom sér í sín vandræði með því að gera lítið úr uppistandaranum vinsæla Naomi Watanabe í hópspjalli á netinu. If sexism were an Olympic sport, #Tokyo2020 organizers would be raking in the goldTokyo Olympics creative director Hiroshi Sasaki resigns after suggesting celebrity Naomi Watanabe could perform as an Olympig. ffs. By @StephenWadeAP & @yurikageyama https://t.co/nCFMCAGhDS— Jules Boykoff (@JulesBoykoff) March 18, 2021 Sasaki sagði þar að Naomi Watanabe gæti tekið að sér hlutverk „Olympig“ eða Ólympíugríssins. Hann lagði það til að hún myndi mæta með grísaeyru á Setningarhátíðina. Naomi er í yfirstærð. Sasaki hefur beðið Naomi afsökunar á ummælum sínum sem og viðurkennt að þetta hafi verið mikil móðgun. Naomi Watanabe sjálf hefur ekki tjáð sig um málið opinberlega. Hin 33 ára gamla Watanabe er ein frægasti grínisti Japana en hún er þekkt fyrir að herma eftir frægu fólki sem og að berjast fyrir jákvæðri umræðu um mismunandi líkamsgerðir fólks. Hiroshi Sasaki, the head creative director for the opening and closing ceremonies at this year's Tokyo Olympics and Paralympics, has stepped down after making a derogatory comment about a woman, Kyodo News reported on Thursday. https://t.co/23YoJ07giY— Reuters Sports (@ReutersSports) March 17, 2021 Eins og áður sagði er Hiroshi Sasaki ekki fyrsta karlremban í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna sem þarf að segja af sér. Áður hafði forseti leikanna, Yoshiro Mori, sagt af sér eftir að hafa látið það út sér að konur töluðu of mikið og þess vegna tækju fundir með konur alltof langan tíma. Seiko Hashimoto tók við af honum en hún hefur lofað því að setja kynjajafnrétti í forgang á leikunum og bætti meðal annars við tólf konum í framkvæmdastjórn skipulagsnefndar leikanna.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Japan Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira