Ung kona fékk blóðtappa eftir bólusetningu Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 18:39 Konan fékk blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Vísir/Vilhelm Ung íslensk kona sem nýlega var bólusett með AstraZeneca hér á landi liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið blóðtappa. Sóttvarnalæknir segir að hlé verði áfram á bólusetningum með efninu þótt Lyfjastofnun Evrópu hafi gefið grænt ljós á notkun þess á ný. Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lyfjastofnun barst í gær tilkynning um mögulega aukaverkun af bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Í svari frá Lyfjastofnun vegna málsins kemur fram að um einstakling hafi verið að ræða sem greindist með blóðtappa í lungum. Leggja þurfti hann inn á sjúkrahús og var ástand hans lífshættulegt. Þetta er sjötta tilkynningin sem berst um alvarlega aukaverkun eftir bólusetningu með bóluefninu. Tvær tilkynninganna hafa varðað blóðtappa. Greint var frá því í gær að rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telji að blóðtappar séu heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu. Rannsókn þeirra hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir Ísland fylgja öðrum Norðurlöndum í því að gera frekari athuganir á áhættuþáttum.Vísir/Vilhelm Vilja gera frekari athuganir Byrjað var að bólusetja á ný víða um Evrópu í dag með bóluefni AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf það út að hún teldi það óhætt. Nokkrir dagar eru síðan að mörg Evrópuríki gerðu hlé á bólusetningu með bóluefninu vegna tilkynninga um blóðtappa eftir sprautuna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir Íslendinga vilja gera frekari athuganir áður en byrjað verður að bólusetja aftur með bóluefninu. „Við höfum ákveðið að vera með flestum hinna Norðurlandanna í því að kanna betur áhættuþættina.“ Þannig sé hægt að fá betri hugmynd um hvaða hópa sé óhætt að bólusetja með bóluefninu. Hann á von á að niðurstaðan liggi fyrir í næstu viku. Þá segir Þórólfur koma til greina að nota ekki bóluefni AstraZeneca fyrir ákveðna hópa. „Það virðist vera eins og staðan er núna að það séu einkum konur yngri en fimmtíu ára sem eru að fá þessi blóðsegavandamál og blæðingar og við þurfum bara að kanna það betur. Er einhver ákveðinn hópur þar. Eru karlmenn þar undir líka og svo framvegis. Þannig að við getum forðast að bólusetja ákveðna hópa,“ segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13 Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. 18. mars 2021 16:13
Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. 18. mars 2021 12:30