Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Árni Jóhannsson skrifar 21. mars 2021 21:35 Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik en skammaðist sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Vísir/Bára KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“ KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“
KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10