Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2021 12:02 Í liði Aþenu eru meðal annars stelpur sem barist hafa fyrir því að mega spila á mótum með strákum. Þær hafa keppt undir merkjum UMFK á meðan að umsókn Aþenu til ÍSÍ bíður afgreiðslu. @athenabasketballiceland Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Umsóknarferli Aþenu hófst í ágúst 2019 og er rakið á heimasíðu félagsins. Félagið þurfti fyrst að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur en í lok nóvember sama ár var umsóknin svo komin inn á borð ÍSÍ. Enn í dag leikur liðið þó undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga, í körfubolta stúlkna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að fyrst í nóvember 2020 hafi verið hægt að taka erindi Aþenu fyrir. Ástæður þess að það var ekki hægt fyrr eru raktar hér að neðan. Hún viðurkennir hins vegar að síðan þá hafi orðið óútskýrð töf á málinu fram yfir áramót. ÍSÍ kaus svo að bíða með að afgreiða málið eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána. Deilt var um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls Sigurðssonar, yfirþjálfara Aþenu, eftir sýningu myndarinnar og það virðist hafa áhrif á gang umsóknarinnar, ásamt þeirri staðreynd að Brynjar Karl skuli hafa verið rekinn frá Stjörnunni og ÍR. „Eftir sýningu á heimildarmyndinni Hækkum rána í febrúarmánuði varð starfsemi Aþenu íþróttafélags í brennidepli, meðal annars vegna þjálfunaraðferða þjálfara félagsins á meðan hann var að störfum í öðrum íþróttafélögum. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ofangreindri heimildamynd þá var viðkomandi þjálfara vikið frá störfum í tveimur af stærri íþróttafélögum landsins,“ segir Líney í skriflegu svari til Vísis. Hún bætir við: „Með hliðsjón af stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga og í kjölfar greinaskrifa og yfirlýsingar fræða- og vísindafólks um sterkar vísbendingar um neikvæðar afleiðingar snemmtækrar afreksvæðingar hjá börnum í íþróttum, þá ákvað ÍSÍ að taka sér tíma til skoðunar og frekari upplýsingaöflunar vegna málsins. Á meðan bíður umsókn félagsins afgreiðslu.“ Líney segir að forsvarsmenn Aþenu verði boðaðir á fund ÍSÍ fljótlega. „Höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað“ Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, lýsti umsóknarferlinu frá sínu sjónarhorni í útvarpsþættinum Harmageddon í síðustu viku. Þar sagði hann ÍSÍ engin svör hafa veitt við því hvers vegna ferlið hefði dregist svo á langinn sem raunin er. Umræðan hefst eftir 8 og hálfa mínútu: „Við erum að fara að horfa á þriðja árið í röð þar sem að stelpurnar fá ekki að keppa fyrir sitt félag,“ sagði Vésteinn, orðinn langeygður eftir því að ÍSÍ staðfesti lög íþróttafélagsins Aþenu. „Við höfum fengið mjög óljósar ábendingar um hluti sem eru ekki í lögunum en við höfum samt lagað. Við höfum ekki fengið neinar skriflegar, formlegar athugasemdir við lögin. Við höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað,“ sagði Vésteinn. ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag Samkvæmt svari Líneyjar strandaði umsókn Aþenu í fyrstu á því að til var bæði íþróttaakademían Aþena sem og íþróttafélagið Aþena. Sömu aðilar hafi tengst akademíunni og íþróttafélaginu og ekki hafi verið með góðu móti hægt að sjá hvað tilheyrði hvoru. „ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag og hlutu lög félagsins ekki afgreiðslu á meðan beðið var frekari upplýsinga um hvernig málum var háttað varðandi aðskilnað félags og fyrirtækis,“ segir Líney. Það var svo ekki fyrr en í október 2020 sem Aþena íþróttafélag var stofnað, samkvæmt kennitölu félagsins, og þá var jafnframt búið að breyta nafninu á íþróttaakademíunni. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Aþenu íþróttafélags er kennitala félagsins send til ÍBR 29. október 2020. Enn voru þá útistandandi athugasemdir sem ÍSÍ gerði við upplýsingar á heimasíðu félagsins þar sem ýmist var vísað til akademíu eða félags. Var brugðist við þeim athugasemdum seinni hluta nóvembermánaðar 2020. ÍSÍ lítur svo á að þá fyrst hafi tilskilin gögn legið fyrir varðandi afgreiðslu á máli Aþenu,“ segir Líney en eins og fyrr segir er málið þó enn óafgreitt nú fjórum mánuðum síðar. Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Umsóknarferli Aþenu hófst í ágúst 2019 og er rakið á heimasíðu félagsins. Félagið þurfti fyrst að sækja um aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur en í lok nóvember sama ár var umsóknin svo komin inn á borð ÍSÍ. Enn í dag leikur liðið þó undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga, í körfubolta stúlkna. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að fyrst í nóvember 2020 hafi verið hægt að taka erindi Aþenu fyrir. Ástæður þess að það var ekki hægt fyrr eru raktar hér að neðan. Hún viðurkennir hins vegar að síðan þá hafi orðið óútskýrð töf á málinu fram yfir áramót. ÍSÍ kaus svo að bíða með að afgreiða málið eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána. Deilt var um þjálfunaraðferðir Brynjars Karls Sigurðssonar, yfirþjálfara Aþenu, eftir sýningu myndarinnar og það virðist hafa áhrif á gang umsóknarinnar, ásamt þeirri staðreynd að Brynjar Karl skuli hafa verið rekinn frá Stjörnunni og ÍR. „Eftir sýningu á heimildarmyndinni Hækkum rána í febrúarmánuði varð starfsemi Aþenu íþróttafélags í brennidepli, meðal annars vegna þjálfunaraðferða þjálfara félagsins á meðan hann var að störfum í öðrum íþróttafélögum. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í ofangreindri heimildamynd þá var viðkomandi þjálfara vikið frá störfum í tveimur af stærri íþróttafélögum landsins,“ segir Líney í skriflegu svari til Vísis. Hún bætir við: „Með hliðsjón af stefnu ÍSÍ í íþróttum barna og unglinga og í kjölfar greinaskrifa og yfirlýsingar fræða- og vísindafólks um sterkar vísbendingar um neikvæðar afleiðingar snemmtækrar afreksvæðingar hjá börnum í íþróttum, þá ákvað ÍSÍ að taka sér tíma til skoðunar og frekari upplýsingaöflunar vegna málsins. Á meðan bíður umsókn félagsins afgreiðslu.“ Líney segir að forsvarsmenn Aþenu verði boðaðir á fund ÍSÍ fljótlega. „Höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað“ Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, lýsti umsóknarferlinu frá sínu sjónarhorni í útvarpsþættinum Harmageddon í síðustu viku. Þar sagði hann ÍSÍ engin svör hafa veitt við því hvers vegna ferlið hefði dregist svo á langinn sem raunin er. Umræðan hefst eftir 8 og hálfa mínútu: „Við erum að fara að horfa á þriðja árið í röð þar sem að stelpurnar fá ekki að keppa fyrir sitt félag,“ sagði Vésteinn, orðinn langeygður eftir því að ÍSÍ staðfesti lög íþróttafélagsins Aþenu. „Við höfum fengið mjög óljósar ábendingar um hluti sem eru ekki í lögunum en við höfum samt lagað. Við höfum ekki fengið neinar skriflegar, formlegar athugasemdir við lögin. Við höfum ýtt á eftir og beðið um fundi en það hefur bara verið hundsað,“ sagði Vésteinn. ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag Samkvæmt svari Líneyjar strandaði umsókn Aþenu í fyrstu á því að til var bæði íþróttaakademían Aþena sem og íþróttafélagið Aþena. Sömu aðilar hafi tengst akademíunni og íþróttafélaginu og ekki hafi verið með góðu móti hægt að sjá hvað tilheyrði hvoru. „ÍSÍ samþykkir ekki fyrirtæki sem íþróttafélag og hlutu lög félagsins ekki afgreiðslu á meðan beðið var frekari upplýsinga um hvernig málum var háttað varðandi aðskilnað félags og fyrirtækis,“ segir Líney. Það var svo ekki fyrr en í október 2020 sem Aþena íþróttafélag var stofnað, samkvæmt kennitölu félagsins, og þá var jafnframt búið að breyta nafninu á íþróttaakademíunni. „Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Aþenu íþróttafélags er kennitala félagsins send til ÍBR 29. október 2020. Enn voru þá útistandandi athugasemdir sem ÍSÍ gerði við upplýsingar á heimasíðu félagsins þar sem ýmist var vísað til akademíu eða félags. Var brugðist við þeim athugasemdum seinni hluta nóvembermánaðar 2020. ÍSÍ lítur svo á að þá fyrst hafi tilskilin gögn legið fyrir varðandi afgreiðslu á máli Aþenu,“ segir Líney en eins og fyrr segir er málið þó enn óafgreitt nú fjórum mánuðum síðar.
Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Felldu tillöguna um að stelpna- og strákalið geti mæst Stelpnalið og strákalið í körfubolta fá ekki að spila í sama flokki á Íslandsmóti fram til fjórtán ára aldurs en tillögu þess efnis var hafnað á ársþingi KKÍ í dag. 13. mars 2021 14:34
Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30
„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40