Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 11:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira