„Man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2021 07:02 Rúrik Gíslason hefur gjörsamlega farið á kostum í þáttunum. @marinó flóvent/Instagram-síða Rúriks „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með frammistöðu Rúriks okkar Gíslasonar í þættinum Let´s Dance í Þýskalandi, sem er systurþáttur okkar Allir geta dansað. Mikið óskaplega hlýtur almættið að hafa verið í góðu skapi þegar það bjó til hann Rúrik. Það er ekki nóg að hann lítur út eins og grískur guð úr fornbókmenntunum, heldur er hann líka algert hæfileikabúnt. Ég er búinn að sjá þrjá dansa sem hann hefur dansað í keppninni og eru þeir hver öðrum betur dansaðir,“ segir Jóhann Gunnar Arnarsson, danssérfræðingur, sem hefur verið dómari í þáttunum Allir geta dansað á Stöð 2 undanfarin ár. Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“ Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Rúrik Gíslason er hreinlega að fara á kostum í dansþættinum Let´s Dance í Þýskalandi en hann dansar þar með Renata Lusin. Á föstudagskvöldið dönsuðu þau jive við lagið Don't Worry, Be Happy. Frammistaða þeirra þótti óaðfinnanleg og gáfu dómararnir Joachim Llambi, Jorge González og Motsi Mabuse öll parinu 10 stig í einkunn sem er besta einkunn sem hægt er að fá, samanlagt 30 stig. „Fyrsti dansinn var salsa. Ekki datt mér í hug að fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu gæti dansað á þennan hátt með öllum þeim mjaðmahreyfingum og öðru sem til þarf. Geggjað cucaracha í upphafi, sem margur dansarinn gæti verið stoltur af, kraftur og flottar línur. Ef það er eitthvað sem ég hefði bent honum á að bæta, þá væri það að lifa sig aðeins betur inn í dansinn og færa þyngdarpunktinn örlítið framar. Sem fyrsti dans var þetta í rauninni ótrúlega vel gert.“ Hann segir að næsti dansinn hjá honum hafi varið Vínarvals. Hlýtur að vinna „Þar var innlifunin heldur betur komin og dansinn ótrúlega leikrænn og rómantískur. Mætti kannski segja að þetta væri Vínarvalsútgáfan af 50 gráum skuggum, eins og einn dómarinn komst að orði. Rúrik og Renata svifu hreinlega um gólfið af miklum krafti og höfðu mjög flotta og góða yfirferð og fótaburður til fyrirmyndar. Það var meira að segja töluvert um swing og sway, sem er mjög erfitt að framkvæma fyrir byrjendur í dansi. Það er í raun lítið hægt að setja út þessa frammistöðu, annað en að enn mætti hann passa að flytja þyngdarpunktinn örlítið framar og passa upp á vinstri höndina sína í dansstöðunni, passa að ýta henni ekki of langt fram. Frábær frammistaða samt í Vínarvalsi.“ Jóhann var vægast sagt hrifinn af frammistöðunni hans Rúriks um helgina en eins og áður segir dansaði hann jive. „Svei mér þá ef þetta er ekki besta jive sem ég hef séð í þáttum sem þessum. Mikið af erfiðum sporum og tímasetningum sem hann leysti rosalega vel. Þyngdarpunkturinn er kominn framar, og jive-ið var ótrúlega létt og skemmtilegt hjá þeim og gríðarlega vel útfært. Línur enn og aftur hreinar og flottar. Miðað við aðra keppendur í þessari keppni í Þýskalandi, hann ber hreinlega af í hæfileikum á danssviðinu, hann er bara í allt annarri deild en þeir og hlýtur að vinna keppnina, það bara hlýtur að vera. Ég hreinlega man ekki til þess að ég hafi séð betri karldansara í svona þáttum, nokkurn tímann.“
Allir geta dansað Dans Íslendingar erlendis Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira