Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson skrifa 24. mars 2021 15:31 Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun