Vilja safna milljarði fyrir húsi handa Aþenu Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 10:01 Brynjar Karl Sigurðsson er yfirþjálfari hjá Aþenu. Þar þjálfar hann meðal annars stelpur sem hann þjálfaði áður hjá ÍR og Stjörnunni, eins og fjallað var um í heimildarmyndinni Hækkum rána. Brynjar Karl Sigurðsson og stelpurnar sem hann þjálfar í körfuboltaliði Aþenu komu að læstum dyrum víðast hvar í Reykjavík áður en þau fengu æfingaaðstöðu á Kjalarnesi. Nú vilja þau kaupa húsnæði fyrir einn milljarð króna. Frá þessu greindi Brynjar Karl í ítarlegu spjalli við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan (umræðan um kaup á húsnæði hefst þegar 2 tímar eru búnir af þættinum) eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Stelpurnar í Aþenu hafa þurft að spila undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga á meðan að ÍSÍ hefur dregið lappirnar við að staðfesta lög félagsins. Í vikunni sagði framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, við Vísi að vegna þjálfunaraðferða Brynjars sem birtust í heimildarmyndinni Hækkum rána, og umræðu eftir sýningu myndarinnar, vildi ÍSÍ taka málið til frekari skoðunar og afla upplýsinga áður en það fengi afgreiðslu. Brynjar Karl vonast til að hvoru tveggja breytist, helst á þessu ári. Að Aþena spili undir eigin nafni og að liðið geti æft og spilað í eigin húsnæði, nær heimilum iðkenda. „Ég er búinn að vera tvö síðustu sumur hársbreidd frá því að breyta vöruhúsi í körfuboltasal, með svona „portable“ lausnum. Þá erum við bara að tala um að leigja þetta. En svo er ég reyndar með nýja hugmynd núna sem ég var bara að ræða við stelpurnar áður en við komum hingað. Ég fann algjört draumahús í hjarta borgarinnar, vöruskemmu, og var að ræða við menn um að kaupa það. Húsið kostar milljarð og við erum að hugsa um að fara í fjáröflun,“ sagði Brynjar Karl. Segir að í Reykjavík skipti íþróttafélögin meira máli en iðkendur Kjartan Atli benti á að það þyrfti að selja ansi margar klósettpappírsrúllur til að safna upp í einn milljarð króna og spurði hvernig hægt yrði að fjármagna kaupin: „Ég ætla að gera heiðarlega tilraun. Mér finnst þetta svo spennandi verkefni,“ sagði Brynjar. Ástæðan fyrir því að Aþenufólk vill kaupa húsnæði er einföld: „Við fáum hvergi inni. Hvað á ég að gera? Þú veist hvernig þetta er í Reykjavík. Í Reykjavík er þetta þannig að það eru „ættbálkar“, sem eiga hverfin. Ég veit ekki hvort þetta er óformlegt eða formlegt samkomulag… Nú er ég úr Fellunum og komst að því að það væru lausir tímar í Fellaskóla, en ástæðan fyrir því að við megum ekki fara inn í Fellaskóla er að ÍR er með einokun á körfubolta í einhverju póstnúmeri. Menn kalla þetta „íslensku leiðina“ og eru voðalega hrifnir af þessu, en vankantarnir eru að ef að íþróttafélagið þitt er ekki að standa sig þá er íþróttafélagið samt alltaf varið. Þetta er rosalega spes. Ég er ekkert hérna til að væla yfir því. Ef að fólk vill hafa þetta svona, að íþróttafélagið skipti meira máli en iðkendurnir, þá verður bara svo að vera. Þá verður maður bara að eiga sitt eigið hús,“ sagði Brynjar. Aðspurður hvort hægt yrði að láta hugmyndina verða að veruleika, til að mynda á næstu fjórum árum, sagði Brynjar: „Ef við gerum þetta þá gerist þetta á þessu ári. Ég er löngu búinn að búa til fyrstu útgáfu að viðskiptamódelinu um hvað verður þarna inni,“ en nánar er rætt við Brynjar í þættinum hér að ofan. Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“ „Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins. 24. mars 2021 13:00 Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 22. mars 2021 12:02 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Frá þessu greindi Brynjar Karl í ítarlegu spjalli við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan (umræðan um kaup á húsnæði hefst þegar 2 tímar eru búnir af þættinum) eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Stelpurnar í Aþenu hafa þurft að spila undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga á meðan að ÍSÍ hefur dregið lappirnar við að staðfesta lög félagsins. Í vikunni sagði framkvæmdastjóri ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, við Vísi að vegna þjálfunaraðferða Brynjars sem birtust í heimildarmyndinni Hækkum rána, og umræðu eftir sýningu myndarinnar, vildi ÍSÍ taka málið til frekari skoðunar og afla upplýsinga áður en það fengi afgreiðslu. Brynjar Karl vonast til að hvoru tveggja breytist, helst á þessu ári. Að Aþena spili undir eigin nafni og að liðið geti æft og spilað í eigin húsnæði, nær heimilum iðkenda. „Ég er búinn að vera tvö síðustu sumur hársbreidd frá því að breyta vöruhúsi í körfuboltasal, með svona „portable“ lausnum. Þá erum við bara að tala um að leigja þetta. En svo er ég reyndar með nýja hugmynd núna sem ég var bara að ræða við stelpurnar áður en við komum hingað. Ég fann algjört draumahús í hjarta borgarinnar, vöruskemmu, og var að ræða við menn um að kaupa það. Húsið kostar milljarð og við erum að hugsa um að fara í fjáröflun,“ sagði Brynjar Karl. Segir að í Reykjavík skipti íþróttafélögin meira máli en iðkendur Kjartan Atli benti á að það þyrfti að selja ansi margar klósettpappírsrúllur til að safna upp í einn milljarð króna og spurði hvernig hægt yrði að fjármagna kaupin: „Ég ætla að gera heiðarlega tilraun. Mér finnst þetta svo spennandi verkefni,“ sagði Brynjar. Ástæðan fyrir því að Aþenufólk vill kaupa húsnæði er einföld: „Við fáum hvergi inni. Hvað á ég að gera? Þú veist hvernig þetta er í Reykjavík. Í Reykjavík er þetta þannig að það eru „ættbálkar“, sem eiga hverfin. Ég veit ekki hvort þetta er óformlegt eða formlegt samkomulag… Nú er ég úr Fellunum og komst að því að það væru lausir tímar í Fellaskóla, en ástæðan fyrir því að við megum ekki fara inn í Fellaskóla er að ÍR er með einokun á körfubolta í einhverju póstnúmeri. Menn kalla þetta „íslensku leiðina“ og eru voðalega hrifnir af þessu, en vankantarnir eru að ef að íþróttafélagið þitt er ekki að standa sig þá er íþróttafélagið samt alltaf varið. Þetta er rosalega spes. Ég er ekkert hérna til að væla yfir því. Ef að fólk vill hafa þetta svona, að íþróttafélagið skipti meira máli en iðkendurnir, þá verður bara svo að vera. Þá verður maður bara að eiga sitt eigið hús,“ sagði Brynjar. Aðspurður hvort hægt yrði að láta hugmyndina verða að veruleika, til að mynda á næstu fjórum árum, sagði Brynjar: „Ef við gerum þetta þá gerist þetta á þessu ári. Ég er löngu búinn að búa til fyrstu útgáfu að viðskiptamódelinu um hvað verður þarna inni,“ en nánar er rætt við Brynjar í þættinum hér að ofan.
Körfubolti Íþróttir barna Tengdar fréttir „Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“ „Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins. 24. mars 2021 13:00 Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 22. mars 2021 12:02 Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30 „Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40 „Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01 „Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“ „Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins. 24. mars 2021 13:00
Beðið í átján mánuði og enn frekari töf vegna þjálfunaraðferða Brynjars Karls Forsvarsmenn íþróttafélagsins Aþenu hafa í eitt og hálft ár reynt að fá félagið skráð sem gilt íþróttafélag. Málið hefur meðal annars tafist vegna umræðunnar í kjölfar sýningar á heimildarmyndinni Hækkum rána, segir framkvæmdastjóri Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. 22. mars 2021 12:02
Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 3. mars 2021 13:30
„Héldu að við værum bara litlar stelpur með engan sjálfstæðan vilja“ „Ég hélt fyrst að hann væri bara algjör fáviti. Ég horfði á hann og bara; Hvað er hann að gera? Svo fékk ég að kynnast honum og stelpunum og fannst þetta geggjað. Ef hann hefði aldrei byrjað að þjálfa okkur þá væri ég ekki í körfubolta.“ Þetta segir Eybjört Torfadóttir liðsmaður körfuboltaliðsins Aþenu í viðtali við Ísland í dag. 2. mars 2021 10:40
„Það þarf að undirbúa stelpurnar fyrir allan nautaskítinn sem bíður þeirra“ Körfuboltaþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir að heimildarmyndin Hækkum rána var frumsýnd í síðustu viku. Þar er fjallað um stúlknahóp sem hann hefur þjálfað undanfarin ár, fyrst hjá Stjörnunni, svo ÍR og loks Aþenu. 19. febrúar 2021 11:01
„Umdeildasti körfuboltaþjálfari landsins“ og stelpurnar hans Heimildarmyndin Hækkum rána, sem segir frá umdeildri vegferð stúlknaliðs ÍR undir stjórn þjálfarans Brynjars Karls Sigurðssonar, hefur vakið gríðarlega athygli síðustu daga. Viðbrögðin spanna fjölbreytt litróf skoðana en óhætt er að segja að aðferðir Brynjars séu umdeildar. Hér verður farið yfir fjölmiðlaumfjöllun um Brynjar og liðið undanfarin ár og skoðanaskipti síðustu daga gaumgæfð. 18. febrúar 2021 09:15