Allt að 37 prósenta verðmunur á páskaeggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 12:53 Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta. Vilhelm Gunnarsson Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var þann 25. mars. Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis einni krónu á verði. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var hjá Góu páskaeggi númer fjögur eða 37 prósent. Eggið kostaði 1.098 krónur í Bónus en 1.499 krónur í Hagkaup og Iceland. 77 prósenta verðmunur á ýsuflökum Hagkaup var oftast með hæsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru. Heimkaup var með lægsta verðið í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í flokki kjöt- og mjólkurvara. 40 prósenta munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti. Lægst var verðið í Nettó og Iceland en hæst í Fjarðarkaupum. „Einnig var mikill verðmunur á fiski en 77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.“ segir í tilkynningunni. Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila. Matur Verðlag Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Krónan var í mörgum tilfellum nálægt Bónus í verði og munaði oft einungis einni krónu á verði. Mesti munur á hæsta og lægsta verði var hjá Góu páskaeggi númer fjögur eða 37 prósent. Eggið kostaði 1.098 krónur í Bónus en 1.499 krónur í Hagkaup og Iceland. 77 prósenta verðmunur á ýsuflökum Hagkaup var oftast með hæsta verðið á matvöru og annarri heimilisvöru. Heimkaup var með lægsta verðið í 37 tilvikum en Bónus næst oftast, í 33 tilvikum. Í mörgum tilfellum var mikill munur á hæsta og lægsta kílóverði í flokki kjöt- og mjólkurvara. 40 prósenta munur var á kílóverði af stóru stykki af góðosti. Lægst var verðið í Nettó og Iceland en hæst í Fjarðarkaupum. „Einnig var mikill verðmunur á fiski en 77% munur var á hæsta og lægsta verði á frosnum, beinlausum ýsuflökum. Lægst var verðið í Bónus, 1.298 kr. en hæst í Fjarðarkaupum, 2.292 kr.“ segir í tilkynningunni. Í könnuninni var hilluverð á 112 vörum skráð niður en það er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um þegar hann ákveður hvort hann ætli að kaupa viðkomandi vöru. Ef afsláttur er tekinn fram á hillu er hann tekinn til greina. Könnunin var framkvæmd í eftirtöldum verslunum: Nettó Lágmúla, Bónus Flatahrauni, Krónunni Flatahrauni, Fjarðarkaupum, Iceland Engihjalla, Hagkaup Garðabæ, Kjörbúðinni Sandgerði og á Heimkaup.is. Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Matur Verðlag Páskar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira