Vill færa Eldfjallasafnið úr Stykkishólmi á Reykjanes Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. mars 2021 18:30 Haraldur er búsettur í Bandaríkjunum og er að jafna sig eftir aðgerð og hefur því ekki komist að gosstöðvunum enn sem komið er. Með hjálp tækninnar hefur hann hins vegar getað fylgst með gosinu úr rúminu. Vísir/Einar Eldgosið í Geldingadölum markar mikil tímamót í jarðsögunni þar sem vísindamenn fá í fyrsta skipti innsýn í möttulinn undir Íslandi. Þetta sagði Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, í Víglínunni í dag. Kvikan sem komi upp sé stórmerkileg því hún komi úr möttlinum sem er á sautján kílómetra dýpi. Haraldur segir mikið landrek á svæðinu þannig að Krýsuvík hafi færst til um heila sextán sentimetra til austurs og átta sentimetra til norðurs. Hann telur aftur á móti að eldgosið muni ekki standa lengi en muni vekja athygli út fyrir landsteinana. „Ég tel að þessir atburðir muni hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og í því sambandi vil ég flytja Eldfjallasafn mitt frá Stykkishólmi á Reykjanes. Til að taka á móti – eldfjallasafnið nýja á góðum stað á Reykjanesi. Í Grindavík eða við Bláa lónið af því að við vitum að við munum taka á móti fullt af fólki í sambandi við þetta gos og áhuga á Íslandi almennt sem jarðfræðifyrirbæri,“ segir Haraldur. Það var góð stemning í Geldingadölum flesta daga þessa vikunna. Margir nutu veðurblíðunnar og settust í brekkuna líkt og gert er í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.Vísir/Vilhelm Mjög spennandi atburðir Haraldur er búsettur í Bandaríkjunum og er að jafna sig eftir aðgerð en hann fékk nýtt nýra á dögunum. Haraldur hefur því ekki komist að gosinu en vegna tækninnar hefur hann getað fylgst með því úr rúminu. „Þetta eru mjög spennandi atburðir. Bæði gosið og jarðskorpuhreyfingarnar og ég hef einblínt á jarðskorpuhreyfingar því þær gefa gífurlega miklar upplýsingar. Ég hef notað aðallega GPS-stöðuna í Krýsuvík,“ segir Haraldur. Hann segir GPS-stöðina í Krýsuvík hafa færst til á hnattkringlunni um 16 sentímetra til austurs og átta sentímetra til norðurs en ekkert færst upp eða niður. Þá megi sjá á upplýsingum frá stöðinni að í febrúar hafi komið snöggur kippur í jarðskorpunni undir Krýsuvík og hún hafi risið mjög hratt upp. Síðan þá hafi hún dvínað. Þetta marki þrýstipúls í kvikukerfinu á eldstöðvunum. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Þessi þrýstipúls – hann gefur okkur merki hver þrýstingurinn er inni í kvikukerfinu. Þú sérð að undanfarna viku hefur hann verið láréttur, púlsinn er búinn, og það þýðir að þessi þrýstipúls er búinn en kvikan er þannig að það er mjög mikið af koltvíoxíði í henni og það bullar töluvert vegna bólumyndunar, eða suðu í dýpinu,“ segir Haraldur. Fyrsta möttulgosið á Íslandi í háa herrans tíð Hann segir kvikuna sem komi þarna upp stórmerkilega. Hún komi úr möttlinum sem sé eitt stærsta lagið í jörðinni undir skorpunni á um 17 kílómetra dýpi. „Möttullinn er miklu heitari en skorpan og úr möttlinum kemur þessi sérstaka kvika sem er miklu heitari en venjuleg, um 1240 stig, og inniheldur mjög mikið af koltvíoxíði. Við erum að sjá sull og bull upp úr potti sem er að sjóða í. Lítið eða ekkert af nýrri kviku sem er að koma. Það eru allar líkur á því að aðalgosvirknin sé að verða búin,“ segir Haraldur. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm Möttulgos eru mjög sjaldgæf að sögn Haraldar. „Surtsey er nálægt því að vera af þessari tegund en ekki alveg. Þetta virðist vera dyngjugos en snautt af kviku þetta kerfi. Þegar þú ert með svona miklar hreyfingar og gliðnun þá myndirðu halda að það kæmi meira magn upp. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að sjá svona sendingu úr möttlinum,“ segir Haraldur. Ólíklegt að gosið vari lengi Dyngjugos hafa iðulega þann eiginleika að vera virk lengi. Haraldur telur ólíklegt að gosið í Geldingadölum verði langvinnt. „Hitt er annað mál að sum dyngjugos hafa varað í hundruð ára. Við vitum það ekki nákvæmlega. Skjaldbreiður – gæti hafa verið eitt mjög langt gos og fleiri dyngjur sem sulla upp. Það er erfitt að spá um það – við höfum ekki næga reynslu. Þetta er fyrsta dæmið eiginlega,“ segir Haraldur. Einhverjir hafa velt því upp hvort gosið megi marka nýtt tímabil á Reykjanesskaga. Geldingadalagosið er það fyrsta á skaganum í 800 ár. Haraldur segir eldstöðvarnar ekki tengdar en margar þeirra liggi samhliða. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Ein nær frá Krýsuvík og upp í Heiðmörk. Það er kerfið sem ég hef mestar áhyggjur af. Því þá ertu komin í Heiðmörk með sprungur. Það væri mikið vandamál að fá kviku upp þar. En það er ekkert núna sem gerist í því sprungukerfi,“ segir Haraldur. Hann segir að ef færi að gjósa í Krýsuvíkursprungunni gæti það gosið nærri byggð en í dag bendi ekkert til þess að þar sé nokkur gosórói. „Það er byggð í hættu á því svæði. Í Hafnarfirði og við ströndina. En það er vel fylgst með því. Ekkert sem bendir til að það sé eitthvað að gerast í því kerfi einmitt núna,“ segir Haraldur. Gosið gæti valdið byltingu í skilningi á möttlinum undir Íslandi Mikið gas hefur fylgt gosinu í Geldingadölum og segist Haraldur ekki hafa séð annað eins á Íslandi. „Svo er einkennandi að það er svo mikið af koltvíoxíði, það er svo mikið af gasi í þessari kviku. Ég hef aldrei séð annað eins á Íslandi. Og þegar kvikan kemur nær yfirborði þá losnar þetta koltvíoxíð úr læðingi, freyðir, og þá eykst rúmmálið á kvikunni og þá bólgnar hún út – bara eins og mjólkurhristingur og streymir upp á yfirborðið með gasbólum og látum.“ Hann segir gosið mikinn fengi fyrir jarðvísindamenn að skoða. „Alveg stórkostlegt. Mjög sennilegt að það valdi byltingu fyrir okkur með skilningi á möttlinum undir Íslandi. Við vitum að möttullinn er aðal lagið í jörðinni en við sjáum hann aldrei. Hann er alltaf hulinn jarðskorpunni. Og að fá svona sendingar úr möttlinum er mjög verðmætt,“ segir Haraldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Víglínan Ferðamennska á Íslandi Söfn Stykkishólmur Tengdar fréttir Tilfærsla Krýsuvíkur á Reykjanesi og vonbrigði fjármálaráðherra með fjárfestingar í Víglínunni Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Rætt verður um fjármálaáætlun og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins við Bjarna og eldgosið í Geldingadölum við Harald. 28. mars 2021 16:31 Loka fyrir umferð klukkan níu og rýma á miðnætti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku. 28. mars 2021 14:17 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 Eldfjallasafn Haraldar í Hólminum auglýst til sölu Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið auglýst til sölu en safninu fylgja allir þeir safnmunir sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi komið sér upp síðustu áratugina. 2. nóvember 2020 07:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Kvikan sem komi upp sé stórmerkileg því hún komi úr möttlinum sem er á sautján kílómetra dýpi. Haraldur segir mikið landrek á svæðinu þannig að Krýsuvík hafi færst til um heila sextán sentimetra til austurs og átta sentimetra til norðurs. Hann telur aftur á móti að eldgosið muni ekki standa lengi en muni vekja athygli út fyrir landsteinana. „Ég tel að þessir atburðir muni hafa mikil áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi og í því sambandi vil ég flytja Eldfjallasafn mitt frá Stykkishólmi á Reykjanes. Til að taka á móti – eldfjallasafnið nýja á góðum stað á Reykjanesi. Í Grindavík eða við Bláa lónið af því að við vitum að við munum taka á móti fullt af fólki í sambandi við þetta gos og áhuga á Íslandi almennt sem jarðfræðifyrirbæri,“ segir Haraldur. Það var góð stemning í Geldingadölum flesta daga þessa vikunna. Margir nutu veðurblíðunnar og settust í brekkuna líkt og gert er í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.Vísir/Vilhelm Mjög spennandi atburðir Haraldur er búsettur í Bandaríkjunum og er að jafna sig eftir aðgerð en hann fékk nýtt nýra á dögunum. Haraldur hefur því ekki komist að gosinu en vegna tækninnar hefur hann getað fylgst með því úr rúminu. „Þetta eru mjög spennandi atburðir. Bæði gosið og jarðskorpuhreyfingarnar og ég hef einblínt á jarðskorpuhreyfingar því þær gefa gífurlega miklar upplýsingar. Ég hef notað aðallega GPS-stöðuna í Krýsuvík,“ segir Haraldur. Hann segir GPS-stöðina í Krýsuvík hafa færst til á hnattkringlunni um 16 sentímetra til austurs og átta sentímetra til norðurs en ekkert færst upp eða niður. Þá megi sjá á upplýsingum frá stöðinni að í febrúar hafi komið snöggur kippur í jarðskorpunni undir Krýsuvík og hún hafi risið mjög hratt upp. Síðan þá hafi hún dvínað. Þetta marki þrýstipúls í kvikukerfinu á eldstöðvunum. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Þessi þrýstipúls – hann gefur okkur merki hver þrýstingurinn er inni í kvikukerfinu. Þú sérð að undanfarna viku hefur hann verið láréttur, púlsinn er búinn, og það þýðir að þessi þrýstipúls er búinn en kvikan er þannig að það er mjög mikið af koltvíoxíði í henni og það bullar töluvert vegna bólumyndunar, eða suðu í dýpinu,“ segir Haraldur. Fyrsta möttulgosið á Íslandi í háa herrans tíð Hann segir kvikuna sem komi þarna upp stórmerkilega. Hún komi úr möttlinum sem sé eitt stærsta lagið í jörðinni undir skorpunni á um 17 kílómetra dýpi. „Möttullinn er miklu heitari en skorpan og úr möttlinum kemur þessi sérstaka kvika sem er miklu heitari en venjuleg, um 1240 stig, og inniheldur mjög mikið af koltvíoxíði. Við erum að sjá sull og bull upp úr potti sem er að sjóða í. Lítið eða ekkert af nýrri kviku sem er að koma. Það eru allar líkur á því að aðalgosvirknin sé að verða búin,“ segir Haraldur. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm Möttulgos eru mjög sjaldgæf að sögn Haraldar. „Surtsey er nálægt því að vera af þessari tegund en ekki alveg. Þetta virðist vera dyngjugos en snautt af kviku þetta kerfi. Þegar þú ert með svona miklar hreyfingar og gliðnun þá myndirðu halda að það kæmi meira magn upp. Það er mjög sérstakt fyrir okkur að sjá svona sendingu úr möttlinum,“ segir Haraldur. Ólíklegt að gosið vari lengi Dyngjugos hafa iðulega þann eiginleika að vera virk lengi. Haraldur telur ólíklegt að gosið í Geldingadölum verði langvinnt. „Hitt er annað mál að sum dyngjugos hafa varað í hundruð ára. Við vitum það ekki nákvæmlega. Skjaldbreiður – gæti hafa verið eitt mjög langt gos og fleiri dyngjur sem sulla upp. Það er erfitt að spá um það – við höfum ekki næga reynslu. Þetta er fyrsta dæmið eiginlega,“ segir Haraldur. Einhverjir hafa velt því upp hvort gosið megi marka nýtt tímabil á Reykjanesskaga. Geldingadalagosið er það fyrsta á skaganum í 800 ár. Haraldur segir eldstöðvarnar ekki tengdar en margar þeirra liggi samhliða. Eldgos í Geldingadal á ReykjanesiVísir/Vilhelm „Ein nær frá Krýsuvík og upp í Heiðmörk. Það er kerfið sem ég hef mestar áhyggjur af. Því þá ertu komin í Heiðmörk með sprungur. Það væri mikið vandamál að fá kviku upp þar. En það er ekkert núna sem gerist í því sprungukerfi,“ segir Haraldur. Hann segir að ef færi að gjósa í Krýsuvíkursprungunni gæti það gosið nærri byggð en í dag bendi ekkert til þess að þar sé nokkur gosórói. „Það er byggð í hættu á því svæði. Í Hafnarfirði og við ströndina. En það er vel fylgst með því. Ekkert sem bendir til að það sé eitthvað að gerast í því kerfi einmitt núna,“ segir Haraldur. Gosið gæti valdið byltingu í skilningi á möttlinum undir Íslandi Mikið gas hefur fylgt gosinu í Geldingadölum og segist Haraldur ekki hafa séð annað eins á Íslandi. „Svo er einkennandi að það er svo mikið af koltvíoxíði, það er svo mikið af gasi í þessari kviku. Ég hef aldrei séð annað eins á Íslandi. Og þegar kvikan kemur nær yfirborði þá losnar þetta koltvíoxíð úr læðingi, freyðir, og þá eykst rúmmálið á kvikunni og þá bólgnar hún út – bara eins og mjólkurhristingur og streymir upp á yfirborðið með gasbólum og látum.“ Hann segir gosið mikinn fengi fyrir jarðvísindamenn að skoða. „Alveg stórkostlegt. Mjög sennilegt að það valdi byltingu fyrir okkur með skilningi á möttlinum undir Íslandi. Við vitum að möttullinn er aðal lagið í jörðinni en við sjáum hann aldrei. Hann er alltaf hulinn jarðskorpunni. Og að fá svona sendingar úr möttlinum er mjög verðmætt,“ segir Haraldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Víglínan Ferðamennska á Íslandi Söfn Stykkishólmur Tengdar fréttir Tilfærsla Krýsuvíkur á Reykjanesi og vonbrigði fjármálaráðherra með fjárfestingar í Víglínunni Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Rætt verður um fjármálaáætlun og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins við Bjarna og eldgosið í Geldingadölum við Harald. 28. mars 2021 16:31 Loka fyrir umferð klukkan níu og rýma á miðnætti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku. 28. mars 2021 14:17 Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16 Eldfjallasafn Haraldar í Hólminum auglýst til sölu Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið auglýst til sölu en safninu fylgja allir þeir safnmunir sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi komið sér upp síðustu áratugina. 2. nóvember 2020 07:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Tilfærsla Krýsuvíkur á Reykjanesi og vonbrigði fjármálaráðherra með fjárfestingar í Víglínunni Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Harald Sigurðsson eldfjallafræðing til sín í Víglínuna á Stöð 2 í dag. Rætt verður um fjármálaáætlun og aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins við Bjarna og eldgosið í Geldingadölum við Harald. 28. mars 2021 16:31
Loka fyrir umferð klukkan níu og rýma á miðnætti Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku. 28. mars 2021 14:17
Mögulega dregið úr virkni en ekkert bendi til að gosinu sé að ljúka Sérfræðingar Veðurstofunnar munu kanna hvort dregið hafi úr virkni eldgossins í Geldingadölum í nótt. Óróamælingar næturinnar kunni að benda til þess, þó of snemmt sé að fullyrða um það. 28. mars 2021 14:16
Eldfjallasafn Haraldar í Hólminum auglýst til sölu Eldfjallasafnið í Stykkishólmi hefur verið auglýst til sölu en safninu fylgja allir þeir safnmunir sem Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi komið sér upp síðustu áratugina. 2. nóvember 2020 07:03