Gosið gæti varað í mánuði eða ár Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. mars 2021 19:12 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/Vilhelm Eldgos í Geldingadölum gæti varað í marga mánuði ef ekki nokkur ár, að mati Þorvalds Þórðarsonar, prófessors í eldfjallafræði. Hann segir að enn sé nóg í tankinum. „Við erum búin að hafa átta hundruð ár til að safna kviku í tankinn sem er þetta geymsluhólf á sautján til tuttugu kílómetra dýpi og bræðslan sem býr til þetta efni sem fer í tankinn hún er alltaf í gangi og verður í gangi um langan tíma,“ sagði Þorvaldur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur sagði að málið snerist ekki um hvort nóg sé til af kviku. Spurningin væri miklu fremur hversu greiða leið hún ætti til yfirborðs. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvenær gosið líði undir lok því það sé ólíkt mörgum öðrum gosum sem Íslendingar þekkja, á borð við Heklu og Kötlu, þar sem mikill yfirþrýstingur byggðist upp í geymsluhólfum með þeim afleiðingum að upp úr gaus af gríðarlegu afli. Þar hafi í kjölfarið orðið þrýstifall og gosin hafi dvínað jafnt og þétt með tímanum og að endingu hætt. Það sama sé ekki upp á tengingnum í gosinu Geldingadölum sem hefur haldist fremur stöðugt. „Í þessu tilfelli var ekkert svoleiðis. Það kom upp með þessa framleiðni sem það er með í dag, það er búið að vera nákvæmlega eins. Þetta er eins konar títiprjónsgat á blöðruna og það lekur bara smátt og smátt úr henni en það lekur stöðugt úr henni,“ sagði Þorvaldur. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
„Við erum búin að hafa átta hundruð ár til að safna kviku í tankinn sem er þetta geymsluhólf á sautján til tuttugu kílómetra dýpi og bræðslan sem býr til þetta efni sem fer í tankinn hún er alltaf í gangi og verður í gangi um langan tíma,“ sagði Þorvaldur í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þorvaldur sagði að málið snerist ekki um hvort nóg sé til af kviku. Spurningin væri miklu fremur hversu greiða leið hún ætti til yfirborðs. Hann segir erfitt að spá fyrir um hvenær gosið líði undir lok því það sé ólíkt mörgum öðrum gosum sem Íslendingar þekkja, á borð við Heklu og Kötlu, þar sem mikill yfirþrýstingur byggðist upp í geymsluhólfum með þeim afleiðingum að upp úr gaus af gríðarlegu afli. Þar hafi í kjölfarið orðið þrýstifall og gosin hafi dvínað jafnt og þétt með tímanum og að endingu hætt. Það sama sé ekki upp á tengingnum í gosinu Geldingadölum sem hefur haldist fremur stöðugt. „Í þessu tilfelli var ekkert svoleiðis. Það kom upp með þessa framleiðni sem það er með í dag, það er búið að vera nákvæmlega eins. Þetta er eins konar títiprjónsgat á blöðruna og það lekur bara smátt og smátt úr henni en það lekur stöðugt úr henni,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira