Fengu frábæran leikmann en misstu allan takt: „Skil ekki hvað Borche var að pæla“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 16:30 Zvonko Buljan tekur frákasti á undan Collin Anthony Pryor í sigurleik á móti Hetti. Buljan var með 16 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar í þeim leik. Einu leikirnir sem ÍR hefur unnið með Buljan innanborðs er þegar hann hefur gefið fleiri en fjórar stoðsendingar á félaga sína. Vísir/Vilhelm Domino´s Körfuboltakvöldi ræddi tímabilið til þessa hjá ÍR og Val sem eru lið sem eru á leið í þveröfuga átt. Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex neðstu sæti deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í sjöunda og áttunda sæti. Liðin í sjöunda og áttunda sæti Domino´s deildarinnar eru Reykjavíkurliðin ÍR og Valur sem eru leiðinni í sitthvora áttina. Valsmenn eru að komast á flug á meðan ÍR-ingar hafa misst flugið að undanförnu. „Liðið sem er í síðasta sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni hefur ekki verið í takt upp á síðkastið. Það eru ÍR-ingar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds, í upphafi umræðunnar um ÍR-inga sem eru í áttunda sæti eftir sextán fyrstu umferðirnar. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frammistöðumat á ÍR og Val eftir sextán umferðir Umræðan var um Zvonko Buljan sem kom inn í ÍR-liðið á miðju tímabili. „Ég er ekkert svakalega hrifinn af honum inn í þetta ÍR-lið af því mér finnst hann taka alltof mikið til sín. Þarna eru leikmenn innan ÍR-liðsins eins og Everage, Singletary, Sigvaldi, Pryor og Danero. Þetta eru leikmenn sem þurfa að fá að spila sinn leik. Það er búið að taka svolítið taktinn úr ÍR-liðinu með komu Buljan því hann tekur svakalega mikið. Hann er ekki bara að gera eitthvað undir körfunni því hann er að negla þristum og er að hluti sem mér finnst maður í hans stöðu eigi ekki að vera að gera,“ sagði Hermann Hauksson. „ÍR hefur misst taktinn eftir að hann kom og mér finnst þeir ekki eins sannfærandi,“ sagði Hermann og tölfræðin sýnir þetta því ÍR hefur tapað sex af átta leikjum sínum síðan að Zvonko Buljan kom í Breiðholtið. „Ég er búinn að koma inn á þetta áður því ég skil bara ekki hvað Borche (Ilievski, þjálfari ÍR) var að pæla. Hann var með nóg af mönnum til að skora enda var liðið að skora 90 og eitthvað stig í leik. Þeir eru ennþá að því að það er ekki eins og hann sé að bæta við tuttugu stigum í leik. Þeir eru að skora jafnmikið og það eru einhverjir aðrir að skora minna,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Vörnin veikist því mér fannst þeir betri varnarlega með Colin Pryor í fimmunni. Þá var erfiðara að spila á móti þeim. Ég hef ekkert á móti þessum leikmanni enda frábær leikmaður sem getur skorað og á alveg sendingar. Hann er ekki meðalmaður í vörn en frábær sóknarmaður,“ sagði Benedikt. Hér fyrir ofan má sjá umfjöllunina um ÍR og Vals og frammistöðu þeirra til þessa á tímabilinu.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld ÍR Valur Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira