Löggan þarf að vera nett á Instagram eins og allir aðrir Tinni Sveinsson skrifar 2. apríl 2021 13:55 Lögreglan grínaðist á Instagram í kringum þátttöku Hatara í Eurovision. Eins og margir vita heldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu út vinsælum Instagram-reikningi sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Á Instagram-reikningi sínum bregður lögreglan oft á leik og tekur sig ekki of alvarlega. En er hægt að rýna eitthvað frekar í það þegar opinberar valdastofnanir notfæra sér samfélagsmiðla? Þessa dagana er verið að gefa út þáttaröðina Stofuhiti á streymisveitunni Stöð 2+. Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni. Í nýjasta þættinum, sem einkum fjallar um áhrif tæknibreytinga á samfélagsgerð okkar, tekur Bergur Ebbi Instagram-reikning lögreglunnar sem dæmi um þróun sem ekki sér fyrir endann á. Klippa: Stofuhiti - Lögreglan á Instagram Hver setur þessar reglur? Á samfélagsmiðlum virðast gilda óskráðar reglur sem byggjast á því að notendur skuli þóknast sem flestum, deila sem mestu og almennt „ vera nettir" eins og Bergur Ebbi kemst að orði í þættinum. „Við erum öll að spila eftir reglum um að vera nett, við missum völdum ef við erum of ströng. En ef löggan þarf líka að spila eftir þessum reglum, hver í ósköpunum er þá að setja okkur þessar reglur? Því vanalega eru þannig að löggan þarf ekki að lúta neinum reglum nema reglum yfirvalda. En nú er það ekki lengur þannig," segir Bergur Ebbi. Nýr þáttur af Stofuhita kemur út á miðnætti á miðvikudögum. Leikstjóri er Magnús Leifsson. Áskrifendur geta horft á þá á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Tækni Samfélagsmiðlar Lögreglan Stofuhiti Tengdar fréttir Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Á Instagram-reikningi sínum bregður lögreglan oft á leik og tekur sig ekki of alvarlega. En er hægt að rýna eitthvað frekar í það þegar opinberar valdastofnanir notfæra sér samfélagsmiðla? Þessa dagana er verið að gefa út þáttaröðina Stofuhiti á streymisveitunni Stöð 2+. Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni. Í nýjasta þættinum, sem einkum fjallar um áhrif tæknibreytinga á samfélagsgerð okkar, tekur Bergur Ebbi Instagram-reikning lögreglunnar sem dæmi um þróun sem ekki sér fyrir endann á. Klippa: Stofuhiti - Lögreglan á Instagram Hver setur þessar reglur? Á samfélagsmiðlum virðast gilda óskráðar reglur sem byggjast á því að notendur skuli þóknast sem flestum, deila sem mestu og almennt „ vera nettir" eins og Bergur Ebbi kemst að orði í þættinum. „Við erum öll að spila eftir reglum um að vera nett, við missum völdum ef við erum of ströng. En ef löggan þarf líka að spila eftir þessum reglum, hver í ósköpunum er þá að setja okkur þessar reglur? Því vanalega eru þannig að löggan þarf ekki að lúta neinum reglum nema reglum yfirvalda. En nú er það ekki lengur þannig," segir Bergur Ebbi. Nýr þáttur af Stofuhita kemur út á miðnætti á miðvikudögum. Leikstjóri er Magnús Leifsson. Áskrifendur geta horft á þá á sjónvarpsvef Stöðvar 2.
Tækni Samfélagsmiðlar Lögreglan Stofuhiti Tengdar fréttir Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36