Lakers tapaði enn og aftur, Harden lagði gömlu félagana, Booker og Doncic sjóðandi heitir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. apríl 2021 10:00 Luka Dončić lét ekkert stöðva sig í nótt. EPA-EFE/CJ GUNTHER Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna að Los Angeles Lakers tapaði 112-97 gegn Milwaukee Bucks, Brooklyn Nets lagði Houston Rockets 120-108 og Dallas Mavericks vann Boston Celtics 113-108. Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki. Körfubolti NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Þá var Devin Booker sjóðandi heitur í enn einum sigri Phoenix Suns en liðið vann fimm stiga sigur á Chicago Bulls, 121-116. Það var vitað að ríkjandi meistarar í Los Angeles Lakers ættu erfiðan leik fyrir höndum gegn Giannis Antetokounmpo og félögum í Milwaukee Bucks þar sem LeBron James og Anthony Davis eru enn frá. Lakers byrjaði þó frábærlega og skoruðu 30 stig í fyrsta leikhluta, þar af voru átta úr þriggja stiga skotum. Sóknarleikur liðsins hrundi hins vegar í öðrum leikhluta, liðið skoraði aðeins 19 stig og var átta stigum undir í hálfleik, staðan þá 57-49. Bucks reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik og unnu á endanum 15 stiga sigur, 112-97. Jrue Holiday var stigaæstur í liði Bucks með 28 stig, þar á eftir kom Giannis með 25 stig ásamt því að hann tók 10 fráköst. Hjá Lakers var Montrezl Harrell stigahæstur með 19 stig á meðan Dennis Schröder skoraði 17 stig og gaf átta stoðsendingar. Nýi maðurinn Andre Drummond lék aðeins 14 mínútur, skoraði fjögur stig, gaf tvær stoðsendingar og tók eitt frákast. Jrue & Giannis come through on both ends in the @Bucks road win! #FearTheDeer @Jrue_Holiday11: 28 PTS, 4 STL@Giannis_An34: 25 PTS, 3 BLK pic.twitter.com/0YkDSqi3UJ— NBA (@NBA) April 1, 2021 Hoston Rockets byrjaði leikinn gegn Brooklyn Nets frábærlega, skoruðu 42 stig í fyrsta leikhluta og voru 11 stigum yfir í hálfleik, staðan þá 68-57. Leikmenn Nets stigu heldur betur upp í síðari hálfleik á meðan sóknarleikur Houston einfaldlega hrundi. Liðið skoraði aðeins 40 stig í öllum síðari hálfleik á meðan Nets skoruðu 63 og unnu leikinn 120-108. James Harden var heldur rólegur gegn sínum gömlu félögum en hann skoraði 17 stig, gaf sex stoðsendingar og tók átta fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði. Kyrie Irving spilaði 39 mínútur og nýtti þær til hins ítrasta, hann skoraði 31 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók sex fráköst. Þá skoraði Joe Harris 28 stig. Hjá Rockets var Kevin Porter Jr. með 20 stig. 31 points & a season-high 12 dimes for @KyrieIrving as the @BrooklynNets move into 1st place out East! pic.twitter.com/vufIzOq7cb— NBA (@NBA) April 1, 2021 Leikur Boston Celtics og Dallas Mavericks var vægast sagt tvískiptur. Dallas voru 19 stigum yfir í hálfleik, 64-45. Boston gáfu allt sem þeir áttu í síðari hálfleikinn og þá aðallega fjórða leikhlut asem þeir unnu með 12 stiga mun en allt kom fyrir ekki, lokatölur 113-108 Dallas í vil. Luka Dončić var að venju frábær í liði Dallas en hann skoraði 36 stig ásamt því að taka átta fráköst og gefa fimm stoðsendingar. Jalen Brunson kom þar á eftir með 21 stig. Hjá Celtics skoruðu þrír leikmenn yfir 20 stig. Jayson Tatum var stigahæstur með 25 stig, Jaylen Brown skoraði 24 og Kemba Walker skoraði 22 stig. 36 PTS 11-15 FGM 7 3PM@luka7doncic had the stepback stuck on automatic tonight. #MFFL pic.twitter.com/M6zqqIXluK— NBA (@NBA) April 1, 2021 Devin Booker skoraði 45 stig í fimm stiga sigri Suns á Chicago Bulls. Ótrúlegur leikur og Suns eru komnir upp í 2. sæti Vesturdeildar eftir fjóra sigra í röð. Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 14 stoðsendingar í liði Suns í nótt. 45 points. 17-24 shooting.@DevinBook CATCHES in @Suns W! pic.twitter.com/LpBUio3SeP— NBA (@NBA) April 1, 2021 Önnur úrslit Detroit Pistons 101 – 124 Portland Trail Blazers Indiana Pacers 87 – 92 Miami Heat Memphis Grizzlies 107 – 111 Utah JazzOklahoma City Thunder 113 – 103 Toronto RaptorsMinnesota Timberwolves 102 - 101 New York KnicksSan Antonio Spurs 120 – 106 Sacramento Kings Staðan Í Austurdeildinni er Brooklyn Nets á toppnum með 33 sigra og 15 töp. Þar á eftir koma Philadelphia 76ers [32-15] og Milwaukee Bucks [30-17]. Charlotte Hornets er svo óvænt í 4. sæti [24-22]. Í Vesturdeildinni er Utah Jazz sem fyrr á toppnum [36-11], Phoenix Suns er komið upp í annað sætið [33-14] á meðan Los Angeles Clippers [32-17] og Lakers [30-18] koma þar á eftir. Denver Nuggets og Portland eru svo aðeins sigri frá því að jafna Lakers í sigurfjölda og meistararnir gætu hrapað mjög hratt niður ef þeir fara ekki að vinna leiki.
Körfubolti NBA Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira