De Gea fær dágóða upphæð ákveði Man United að losa sig við hann í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2021 10:01 David De Gea gæti verið á förum frá Manchester United. EPA-EFE/Andy Rain Nýjasta slúðrið á Bretlandseyjum er að Manchester United gæti reynt að losa sig við spænska markvörðinn David De Gea í sumar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það er ljóst að ef svo fer mun félagið þurfa borga De Gea ágætis summu enda er hann talinn launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Samkvæmt helgarslúðrinu – sem er nú oft lítið sem ekkert að marka – gæti Ole Gunnar Solskjær tekið til í markvarðarmálum Manchester United í sumar. Sem stendur eru David De Gea og Dean Henderson að berjast um stöðu aðalmarkvarðar. Englendingurinn ungi hefur heillað í fjarveru De Gea og er talið að sá spænski gæti viljað flytja aftur til Spánar eftir að kærasta hans, söngkonan Edurne, eignaðist þeirra fyrsta barn nýverið. Sjálfur hefur De Gea þó ekki gefið slíkum sögusögnum undir fótinn. We are grateful for your wishes! New red devil comes to the family https://t.co/B9XEtEVH5X— David de Gea (@D_DeGea) March 6, 2021 Hinn 38 ára gamli Lee Grant er þriðji markvörður liðsins sem stendur en hann rennur út á samning í sumar líkt og Sergio Romero sem er enn hjá félaginu þó svo að hann hafi hvorki verið skráðu í leikmannahóp liðsins í ensku úrvalsdeildinni né Evrópudeildinni. Hinn 24 ára gamli Joel Pereira á láni hjá Huddersfield Town í ensku B-deildinni. Þar fær hann að verma bekkinn en ef verður af þessari miklu hreinsun hjá Man Utd gæti hann setið á varamannabekk Old Trafford á næstu leiktíð. Samningur De Gea rennur ekki út fyrr en sumarið 2023 og þá getur United framlengt hann um ár til viðbótar. Miðað við stöðu flestra knattspyrnuliða í heiminum í dag vegna Covid-19 er erfitt að sjá eitthvað lið punga út tugum milljónum punda sem og himinháum launum fyrir markvörð sem er talinn vera á leiðinni niður hæðina. Reports claim that Manchester United will have to hand top earner David de Gea a sizeable pay-off if he were to lead a huge keeper clear-out at Old Trafford in the summer.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 4, 2021 Ef Man Utd tekst að selja hann er nær öruggt að félagið þarf að borga hann út. Það er borga hluta af laununum sem hann verður af með því að skrifa undir hjá öðru félagi. Það er eitthvað sem hefur einkennt Manchester United undanfarin ár en félagið hefur oftar en ekki skotið sig í fótinn þegar kemur að himinháum samningum við leikmenn sem eru einfaldlega búnir á hæsta stigi. Man Utd borgaði til að mynda upp samning Wayne Rooney og Bastian Schweinsteiger áður en þeir héldu í MLS-deildina í Bandaríkjunum. Þá þurfti að borga upp allavega hluta af samning Alexis Sanchez áður en hann samdi við Inter Milan. Það gæti því vel verið að Solskjær ákveði einfaldlega að henda De Gea á bekkinn og vona að hann biðji um sölu þegar félagaskiptaglugginn opnar. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós. David De Gea var ekki í byrjunarliði Manchester United gegn Brighton í gær. Aðspurður sagði Ole Gunnar Solskjaer að það eina sem það þýddi væri að liðið væri með tvo virkilega góða markmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira