Framleiðni eldgossins tvöfaldast með nýju sprungunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. apríl 2021 20:00 Ný sprunga myndaðist við gosstöðvarnar í Geldingadölum og rann hraun í Meradali. Vísir/Vilhelm Nýja gossprungan sem opnaðist í Meradölum í gær er í raun viðbót við gosið í Geldingadölum sem hefur þannig tvöfaldað framleiðslu sína. Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur, segir vel hugsanlegt að önnur gossprunga gæti opnast. Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Yfirþrýstingur kviku sem varð til þess að ný gossprunga opnaðist í Meradölum á Reykjanesi, rétt hjá gosstöðvunum í Geldingadölum, í gær er enn til staðar. Þorvaldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að önnur sprunga gæti því hugsanlega myndast. „Ég myndi nú halda að það væri kannski líklegast miðað við stöðuna í dag eins og þessar sprungur sem er búið að kortleggja að það myndi gerast á milli þessa tveggja gosstaða sem eru í gangi núna en það er líka hugsanlegt að það gerist fyrir norðan nýja staðinn,“ sagði Þorvaldur sem taldi ólíklegt að sprunga myndaðist sunnan núverandi gosstaða. Spurður að því hvort að hraun gæti náð að Faxaflóa ef fleiri gossprungur opnast norðan við Meradali og Geldingadali sagðist Þorvaldur ekki telja það að svo stöddu. Framleiðsla gossins sé það lítil og ný sprunga næði líklega ekki svo langt norður til að senda hraun niður að flóanum. „En ef að gosið gefur í og sprungan lengist verulega til norðurs ef það alveg möguleiki,“ sagði Þorvaldur. Hann sér fyrir sér langt gos. Það hafi byrjað með jöfnum dampi og haldið honum. „Venjulega byrja gos af miklum yfirþrýstingi og síðan fellur þrýstingurinn og þá fjarar gosið út smátt og smátt. En þetta kemur bara upp með jafnaðargeði eins og einhver segir og heldur þessu bara áfram,“ sagði Þorvaldur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira