Sprunga númer tvö bjargaði tjaldinu frá bráðum dauða Snorri Másson skrifar 8. apríl 2021 14:27 Björgunarsveitarmenn í Þorbirni tóku niður tjaldið á mettíma eftir að fyrsta nýja sprungan myndaðist í Fagradalsfjalli á mánudaginn. Tjaldið er nú í geymslu í Grindavík. Björgunarsveitin Þorbjörn Fyrsta nýja sprungan sem myndaðist á annan í páskum í Fagradalsfjalli til viðbótar við upphaflega gíginn má segja að hafi verið lán í óláni fyrir björgunarsveitir á svæðinu, sem ákváðu vegna hennar að færa tjaldið sem komið hafði verið upp á svæðinu. Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Nýja sprungan kallaði ekki ótvírætt á þá aðgerð enda um 200 metra frá tjaldinu en björgunarsveitum virtist sprungan þó geta stækkað í áttina að tjaldinu. Því var það fjarlægt og það var eins gott, því að á miðnætti sama dag myndaðist enn önnur sprunga öllum að óvörum, sem lenti beint undir fyrri staðsetningu tjaldsins. „Það má eiginlega segja að sprunga númer tvö hafi bjargað tjaldinu frá bráðum dauða,“ segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, björgunarsveitarkona frá Reykjavík sem stýrði aðgerðum uppi í fjalli þegar sprungan myndaðist. Gossprungur eru merktar með rauðu. Sprungan sem hefði ógnað tjaldinu myndaðist á hæðinni þar sem rauður punktur er rétt við spurningarmerki, á milli elstu sprungunnar og þeirrar sem bættist fyrst við. Tjaldið var í línu við kvikuganginn Miklu tjóni var forðað með því að taka niður tjaldið á þessum tímapunkti og þar dugðu engin vettlingatök, heldur segir Guðrún að líklega hafi Norðurlandamet utanhúss verið slegið við að pakka saman tjaldinu. Tjaldið er í eigu björgunarsveitarinnar Þorbjarnar og er dýr búnaður, sem Guðrún segir ekki einfalt að endurnýja hratt. Umrædd þriðja sprunga skapaði ekki hættu á mannskaða enda hafði svæðinu verið lokað fyrr um daginn vegna sprungu númer tvö. Frá því að tjaldið var reist höfðu þó jafnan verið staddir í því björgunarsveitarmenn sem höfðu þar aðstöðu til að athafna sig í ýmsum verkefnum. Vísindamenn höfðu nefnt það sem sviðsmynd frá upphafi gossins í Geldingadölum að nýjar sprungur gætu myndast í sama kvikugangi í línu við upphaflega gosið. Tjaldið var yfir kvikuganginum en er núna brotið saman í geymslu í Grindavík.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Tengdar fréttir Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20 Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41 Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hraunbreiðurnar úr gosunum þremur ná nú saman „Það er ennþá gos,“ segir Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, nú í morgunsárið en fátt annað sé að frétta af gosstöðvunum. 8. apríl 2021 06:20
Þingmenn fóru inn á lokað svæði sem vísindamenn Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fóru að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli í gær þegar svæðið var lokað almenningi. Vísindamenn og fjölmiðlamenn fengu aðgang að svæðinu eftir að því var lokað vegna hættu á nýjum sprungum. 7. apríl 2021 14:41
Ekki ólíklegt að gjósi á fleiri stöðum Hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir ekki ólíklegt að fleiri gossprungur eigi eftir að myndasta á Reykjanesi en þriðja spurngan hóf að gjósa þar um miðnætti. Ekki viðri vel fyrir almenning að fara að gosstöðvunum í dag. 7. apríl 2021 12:04