Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 17:06 Björgvin Páll í leik með Haukum á yfirstandandi leiktíð, sem verður jafn framt hans síðasta á Ásvöllum. Hann mun ganga til liðs við Val í sumar. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, tjáði sig um kórónufaraldurinn og stöðu íþróttafólks hér á landi á Facebook-síðu sinni í dag. Pistilinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
„Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira