Fólk á eigin ábyrgð á gossvæðinu fyrir hádegi Kjartan Kjartansson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 10. apríl 2021 08:57 Tólf tíma vakt er hjá lögreglu og björgunarsveitum á gosstöðvunum í Reykjanesi um helgina. Vísir/Vilhelm Lögregla og björgunarsveitir verða með vakt á gossvæðinu á Reykjanesi frá hádegi til miðnættis í dag en því verður lokað klukkan níu í kvöld. Ný gossprunga opnaðist á svæðinu í nótt en talið er að fleiri gætu opnast fyrirvaralaust. Svæðið er opið í dag en þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi er sagðir gera það á eigin ábyrgð. Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sprungan opnaðist norðan Geldingadala, á milli tveggja sprungna sem opnuðust á öðrum degi páska annars vegar og aðfaranótt miðvikudags hins vegar. Veðurstofan og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa varað við því að fleiri sprungur kunni að opnast á ás sem liggur frá norðaustri til suðvesturs yfir gosstöðvarnar. Breytingarnar á eldgosinu í nótt hafa ekki áhrif á opnun svæðisins fyrir göngufólki, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Gossprungan sé innan skilgreinds hættusvæðis og hann sjái ekki að hún breyti skipulagi hjá viðbragðsaðilum á svæðinu. „Þetta ætti ekki að breyta neinu,“ segir Gunnar við fréttastofu. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að svæðið verði vaktað í tólf tíma frá hádegi til miðnættis. Lokað verður inn á svæðið klukkan níu, rýming hefst klukkan ellefu og henni verður lokið fyrir miðnætti. Varað er við að áætlunin gæti breyst án fyrirvara. Þeir sem ætla sér inn á gossvæðið fyrir hádegi um helgina eru varaðir við að þeir geri það á eigin ábyrgð. Svæðið er sagt hættulegt, ekki síst vegna lélegra loftgæða. Búist er við því að markað verði bannsvæði við eldstöðvarnar á korti sem verður birt síðar í dag. Spáð er sunnan og suðaustan fimm til átta metrum á sekúndu í dag Þykkna á upp með morgninum og hlýna, suðvestan 8-13 m/s og snjókoma eða él síðdegis og hiti kringum frostmark, en vestlægari um kvöldið. Í nótt og snemma morguns má búast við gasmengun víða á Reykjanesinu og einnig að gasmengun hafi safnast upp við gosstöðvarnar yfir nóttina. Er líður á morguninn berst gasmengun einkum til norðvesturs að Reykjanesbæ, en síðar til norðurs að Vogum. Seinni partinn má búast við að gasmengun berist til austurs og norðausturs að höfuðborgarsvæðinu og Þorlákshöfn. Hæg suðlæg eða suðvestlæg átt og þurrt. Hægt vaxandi vindur þegar líður á daginn, sunnan og síðar suðvestan 8-13 m/s síðdegis með éljum. Hiti kringum frostmark. Gasmengun berst einkum til norðurs og norðausturs og gæti borist að Vogum og til höfuðborgarsvæðisins.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira