Spurs unnu Mavericks í spennuþrungnum leik og Denver skoraði aðeins átta í síðasta leikhluta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 07:30 DeMar DeRozan tryggði San Antiono Spurs sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í nótt. Tom Pennington/Getty Images Alls fóru átta leikir fram í NBA-deildinni í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Milwaukee Bucks á Orlando Magic, 124-87, og sigur San Antonio Spurs á Dallas Mavericks, 119-117. Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Þó fór einn leikur fram seint í gærkvöldi en þar vann Boston Celtics mjög óvæntan risasigur á Denver Nuggets, lokatölur 105-87. Denver með góða forystu um miðjan þriðja leikhluta en eftir það hrökk allt í baklás. Denver skoraði aðeins átta stig í fjórða og síðasta leikhluta leiksins á meðan Boston skoraði hverja körfuna á fætur annarri og vann á endanum það sem virðist vera þægilegur sigur er horft er á lokatölur leiksins. Jayson Tatum var með 28 stig í liði Boston og Jaylen Brown 20 stig. Leikur Milwaukee og Orlando var aldrei spennandi en munurinn var 13 stig strax að loknum fyrsta leikhluta. Sá munu var 19 stig í hálfleik og endaði sem 37 stig er Bucks vann þægilegan 124-87 sigur. Mohamed Bamba var stigahæstur hjá Orlando með 21 stig. Stigaskorið dreifðist ágætlega hjá Bucks en alls skoruðu sex leikmenn tíu stig eða meira. Þeirra stigahæstur var Kris Middleton með 21 stig. Khash tonight against the Magic:21 PTS | 8 REB | 5 AST | 8/13 FG pic.twitter.com/zM40Dt9hMn— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 12, 2021 Leikur Dallas og San Antonio var öllu meira spennandi. Fyrsti leikhluti var hnífjafn og staðan jöfn að honum loknum. Dallas tók forystuna í öðrum fjórðung og var fimm stigum yfir í hálfleik. Spurs svöruðu í síðari hálfleik og var undir í fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Spurs virtust ætla að taka leikinn yfir og sigla sigrinum heim en Luka Dončić og félgar voru ekki tilbúnir í það. Þeir jöfnuðu metin í 117-117 þegar 19.4 sekúndur voru eftir á klukkunni. Spurs átti eina sókn eftir og DeMar Rozen nýtti alla sína reynslu til að setja niður sniðskot úr miðjum teig Dallas og tryggja Spurs 119-117 sigur. DEMAR. DEROZAN.#GoSpursGo pic.twitter.com/YQDJBULaCR— San Antonio Spurs (@spurs) April 12, 2021 DeRozan var stigahæstur í liði Spurs með 33 stig. Þar á eftir kom Dejounte Murray með 25 stig. Kristaps Porziņģis var stigahæstur hjá Mavericks með 31 stig ásamt því að taka 15 fráköst. Þar á eftir kom Dončić með 29 stig. Önnur úrslit Charlotte Hornets 101-105 Atlanta Hawks Minnesota Timberwolves 121-117 Chicago Bulls New York Knicks 102-96 Toronto Raptors Memphis Grizzlies 125-132 Indiana Pacers Portland Trail Blazers 98-107 Miami Heat Los Angeles Clippers 131-124 Detroit Pistons
Körfubolti NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira