Solskjær: Ef þetta væri sonur minn fengi hann ekki að borða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 09:00 Ole Gunnar Solskjær og José Mourinho eftir leik gærdagsins. Matthew Peters/Getty Images Það var mikill hiti í leik Tottenham Hotspur og Manchester United er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Fór það svo að Man United vann 3-1 en það var atvik í stöðunni 0-0 sem var helsta umræðuefnið að leik loknum. Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Son Heung-min féll til jarðar er Scott McTominay strauk honum létt um vangann í aðdraganda þess sem leikmenn Manchester United töldu vera fyrsta mark leiksins. Eftir drykklanga stund ákvað Chris Kavanagh, annars slakur dómari leiksins, að skoða atvikið sjálfur í skjánum við hliðarlínuna. Hann dæmdi markið af og skömmu síðar kom Son Tottenham yfir. Lærisveinar José Mourinho kunna hins vegar ekki að halda forystu þessa dagana þó svo að Portúgalinn þykist enn vera með fræðin á hreinu Þá þurfa lærisveinar Ole Gunnar Solskjær nær alltaf spark í rassinn til að koma sér í gang og því var ekki að spyrja að leikslokum, lokatölur 3-1 fyrir Man United. Solskjær var hins vegar allt annað en sáttur er hann mætti í viðtal í leikslok. „Ef þetta væri sonur minni sem hefði legið svona lengi í grasinu og þurft hjálp frá liðsfélögum sínum við að standa upp þá fengi hann ekki að borða af því þetta var vandræðalegt,“ sagði Ole um atvikið í aðdraganda marksins sem var dæmt af. „Leikurinn er endanlega farinn. Ef þetta eru augljós mistök þá eru einu mistökin að hann hafi þurft að skoða atvikið [í skjánum]. Þetta var fullkomlega löglegt mark,“ bætti Norðmaðurinn við. „Því miður ákvað dómarinn – eða VAR líklega – að við séum ekki að spila fótbolta. Ég er í áfalli ef þetta er brot,“ sagði Solskjær vægast sagt sjokkeraður í leikslok. José Mourinho ræddi ummæli Solskjær einnig eftir leik eins og má sjá hér að ofan. Viðtal hans var hins vegar í undarlegri kantinum og endaði hann á að segja þessa fleygu setningu: „Eins og við segjum í Portúgal: brauð er brauð og ostur er ostur. Ég sagði Ole hvað mér fannst um ummæli hans og ég er mjög vonsvikinn að í fimm, sex, sjö spurningum þá hundsaru þau ummæli.“ Manchester United situr nú í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 63 stig að loknum 31 leik. Tottenham Hotspur er í 7. sæti með 49 stig eftir jafn marga leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira