Danir gætu gefið fátækari ríkjum AstraZeneca-bóluefni Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2021 12:29 Søren Brostrøm, formaður heilbrigðisráðs Danmerkur, greindi frá ákvörðuninni um að notkun bóluefnis AstraZeneca yrði hætt í Danmörku í gær. Vísir/EPA Dönsk stjórnvöld kanna nú möguleikann á því að deila skömmtum af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem þau hafa ákveðið að hætta alfarið að nota með þróunarríkjum. Notkunin í Danmörku var stöðvuð vegna fátíðra tilfella blóðtappa. Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast. Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hans Kluge, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í Evrópu, segist hafa rætt við dönsk heilbrigðisyfirvöld í gær um ákvörðun þeirra um að hætta alfarið notkun á bóluefni AstraZeneca. Utanríkisráðuneytið sé tilbúið að kanna möguleikann á að senda efnið til fátækari ríkja í staðinn. Danir eru fyrsta þjóðin sem hættir notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um einstaka tilfelli blóðtappa hjá yngra fólki sem fékk bóluefnið. Lyfjastofnun Evrópu taldi möguleg tengsl á milli efnisins og blóðtappanna en að ávinningur bóluefnisins vægi mun þyngra en möguleg áhætta af notkun þess. WHO mælir einnig enn með notkun bóluefnisins. Fulltrúar stofnunarinnar hafa kosið að gagnrýna ekki ákvörðun Dana og segja þess í stað að öll ríki ættu að hafa sveigjanleika í því hvernig þau haga bólusetningaráætlun sinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagðist í gær ekki sjá fyrir sér að íslensk yfirvöld fylgdu í fótspor Dana. Norðmenn væru aftur á móti að íhuga að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca. Meirihluti þeirra bóluefna sem hafa verið framleidd gegn kórónuveirunni til þessa hafa farið til auðugustu þjóða heims. Forstjóri WHO gagnrýndi ójöfnuð í aðgengi að bóluefni á dögunum en þá hafði afhending á bóluefni til þróunarríkja nær stöðvast.
Danmörk Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54 Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28 Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47 Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri“ „Sjúkdómurinn er svo margfalt, margfalt verri að ég yrði mjög hissa ef menn leyfðu ekki notkun þessa bóluefnis eftir að hafa lagst betur yfir þessi gögn. Ekki nema það kæmi í ljós að þessi aukaverkun hafi þá verið verulega, verulega vanskráð.“ 15. apríl 2021 08:54
Sér ekki fyrir sér að Íslendingar fari dönsku leiðina Sóttvarnalæknir telur ólíklegt að notkun á bóluefni AstraZeneca verði hætt hér á landi líkt og í Danmörku. Þá þykir honum líklegt að yngra fólk sem fengið hefur fyrri skammt af AstraZeneca-efninu fái seinni skammt af bóluefni Pfizer eða Moderna. 14. apríl 2021 12:28
Danir hætta alfarið notkun bóluefnis AstraZeneca Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Frá þessu er greint í dönskum fjölmiðlum í dag. 14. apríl 2021 10:47
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02