Þegar meðferð eykur líkur á langvinnum verkjum Björn Hákon Sveinsson skrifar 16. apríl 2021 08:01 Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin er kannski svolítið dramatísk en á engu að síðu rétt á sér þegar nýlegar leiðbeiningar um gagnreynda endurhæfingu við stoðkerfisvandamálum eru skoðaðar og svo rannsóknir á því hvað gerist ef meðferðaraðilar fylgja ekki þessum leiðbeiningum. Í samantektarrannsókn Lin et. al 2020 eru settar fram 11 mikilvægar leiðbeiningar til þeirra meðferðaraðila sem eru fyrsta stopp hjá fólki með einkenni frá stoðkerfi. Á Íslandi eru það heimilislæknar, sjúkraþjálfarar, osteopatar, kírópraktorar, sjúkra-/heilsunuddarar og eflaust fleiri stéttir. Hendum okkur beint í alvarlega hlutann áður en athygli flestra flýgur út um gluggann. Í rannsókn Stevans et. al 2021 um áhættuþætti langvinna verkja kemur þetta bersýnilega í ljós. Ef meðferðaraðilar fylgja ekki leiðbeiningum um gagnreynda endurhæfingu aukast líkurnar á því að vandamálið verði langvinnt með hverjum meðferðartíma. Með því að veita meðferð sem brýtur gegn þessum leiðbeiningum erum við því að búa til sjúklinga úr fólki sem munu þurfa á meðferð að halda mun lengur en ella. Það er beinlínis líklegra til árangurs að gera ekki neitt heldur en að veita meðferð sem fylgir ekki þessum leiðbeiningum. Þetta eru sláandi niðurstöður því þær sýna okkur að heilbrigðisyfirvöld þurfa að halda þéttar utan um málaflokkinn ef við eigum ekki að missa sársaukafaraldurinn sem hrjáir okkur algjörlega úr böndunum. En hverjar eru leiðbeiningarnar úr rannsókn Lin og félaga? Endurhæfingin á að vera miðuð að einstaklingnum. Meðferðaraðili á að taka tillit til vilja skjólstæðings síns og saman eiga þeir að ákveða meðferðaráætlun með sem mestum líkum á árangri fyrir skjólstæðinginn. Meðferðaraðilar eiga að meta áhættu skjólstæðings á alvarlegum undirliggjandi sjúkdómum. Meðferðaraðilar eiga að meta áhrif andlegra og félagslegra þátta á heilsu skjólstæðingsins. Mælt er gegn notkun myndgreininga nema: 1 - grunur sé á alvarlegu undirliggjandi vandamáli. 2 - gagnreynd endurhæfing hefur ekki virkað eða við skyndilega og óútskýrða versnun einkenna. 3 - líklegt er að niðurstaða muni breyta meðferðinni. Meðferðaraðilar eiga að framkvæma nákvæma líkamlega skoðun með tilliti til virkni taugakerfisins, liðkeika og vöðvastyrks. Meðferðaraðilar eiga að meta framgang skjólstæðinga með stöðluðum prófum og spurningalistum. Skjólstæðingar eiga að fá greinargóða fræðslu um ástand sitt út frá nýlegum rannsóknum. Ásamt því að fá fræðslu um mögulegar leiðir í endurhæfingu. Óvirk meðferð skal AÐEINS vera notuð til stuðnings við aðra meðferð. Með annarri meðferð er t.d. átt við æfingar, fræðslu, andlega meðferð og hreyfiráðleggingar. Með óvirkri meðferð er átt við meðferð þar sem skjólstæðingurinn er óvirkur, t.d. nudd, þrýsting, hnykkingar, sogskálar, nálastungur, rafmagnstæki og fleira. Ef ekki eru vísbendingar um alvarleg undirliggjandi vandamál skal gagnreynd endurhæfing alltaf fullreynd áður en aðgerðir koma til greina. Ef hægt skal meðferðaraðili hjálpa skjólstæðingi að geta unnið eða snúa aftur til vinnu. Þetta er ekki flókið Til að einfalda málin ættu meðferðaraðilar sem taka á móti skjólstæðingum með stoðkerfisvandamál að: Takmarka notkun á myndgreiningum. Minnka og takmarka óvirka meðferð nema til stuðnings annarri endurhæfingu. Fullreyna endurhæfingu samkvæmt gagnreyndum leiðbeiningum áður en mælt er með aðgerðum. Þegar litið er á þessa samantekt er ljóst að við sem sinnum fólki með stoðkerfisvandamál þurfum að gera betur, þvert á okkar starfsheiti. Við getum ekki haldið áfram að auka líkur fólks á að þróa með sér langvinna verki með því einu að það mæti í tíma til okkar. Stígum upp frá bekkjunum og leyfum myndgreiningum, nuddi, hnykkingum, nálastungum, rafmagnstækjum og fleiru að mæta afgangi í endurhæfingu skjólstæðinga okkar. Höfundur er sjúkraþjálfari.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar