Mikil ánægja með einu hestasundlaug landsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. apríl 2021 20:04 Steinar og Gréta, sem fluttu úr höfuðborginni í ágúst á síðasta ári og hafa notað tímann síðan til að vinna að endurbótum á endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöðina í Áskoti af miklum myndarskap Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil eftirspurn er eftir því að komast með hesta í einu hestasundlaug landsins þar sem hestarnir fá þjálfun og endurhæfingu í lauginni. Eftir sundsprettinn fara hestarnir í sérstakan þurrkklefa og fá verðlaun fyrir frammistöðu sína í lauginni. Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í Áskoti í Ásahreppi er eina hestasundlaug landsins. Nýir eigendur Áskots eru að byggja upp hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingu- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru. Hesturinn Eddi elskar að synda í lauginni. Steinar Sigurðsson og Gréta V. Guðmundsdóttir eru eigendur Áskots. „Við þrífum alltaf hestana áður en þeir fara ofan í laugina þannig að við fyllum ekki laugina af skít,“ segir Steinar þegar hann var að þrífa Edda með volgu vatni. Þegar Eddi er komin ofan í laugina gengur Steinar með honum upp á bakkanum með langan taum, ásamt hundinum Tobba, sem er sundlaugarvörður staðarins. Eddi fer nokkrar ferðir en laugin er 40 metrar. Á milli ferða tekur verðandi dýralæknanemi á móti honum. „Ég sé um um að mæla púlsinn í hestunum til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi með þá eftir sundið. Eddi er alltaf tilbúin að getur farið aðra ferð,“ segir Victoria Sophie Lesche. Eddi að synda í einu hestasundlaug landsins, sem er í Áskoti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eftir að Eddi hafði lokið við að fara nokkrar ferðir í lauginni fór hann í þurrkklefann eftir að mesta bleytan hafði verið skafin af honum. Hann fékk líka fóðurbætir í fötu, sem verðlaun fyrir góðan árangur. „Hérna ætlum við að byggja upp virkilega góðan stað fyrir hesta, hvort sem þeir þurfa þjálfun eftir endurhæfingu eða bara þjálfun eða einhverskonar uppbyggingu. Þá ætlum við að smíða það hér í Áskoti. Þetta er frábært verkefni og virkilega flott tækifæri að fá að byggja þetta upp. Við byggjum á góðum grunn og erum með ofboðslega gott fólk með okkur, fagfólk fram í fingurgóma,“ segir Gréta hæstánægð með það hvernig starfsemin fer af stað og hvað viðtökurnar hafa verið góðar. Séð yfir hestasundlaugina í Áskoti í Ásahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Landbúnaður Hestar Sundlaugar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira