Katrín um sóttkvíarbrot: „Við erum að herða eftirlit“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. apríl 2021 18:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í Víglínunni í dag. Einar Árnason Þegar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra var spurð út í það í Víglínunni hvort ítrekuð dæmi um sóttkvíarbrot væru ekki tilefni til að endurskoða reglur á landamærunum sagði hún að verið væri að herða eftirlit með fólki. „Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
„Við erum að herða eftirlitið núna með þeim sem eru að koma yfir landamærin og þeim sem eru líka skikkaðir í sóttkví hér innanlands. Þannig það er verið að herða eftirlit. Það er verið að hringja í fólk. Það er verið að kanna sérstaklega hverjar aðstæður fólk eru til sóttkvíar. Þannig þetta erum við allt að gera og við væntum þess að þetta skili árangri,“ sagði Katrín Jakobsdóttir í Víglínunni. Staðan gæti breyst mjög hratt Stefnt er að því að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum þann 1. maí. Katrín segir litakóðunarkerfið ekkert annað en áhættumat. „Við byggjum á því sem kallað er litakóðunarkerfi en leggjum svo okkar eigið mat á það kerfi. Áhættumat í raun og veru. Það er útfærslan sem við boðuðum að yrði unnið að. Við erum enn að vinna að þeirri útfærslu því eins og við vitum þá geta hlutirnir breyst mjög hratt. Ísland var grænt í síðustu viku á þessu korti. Staðan á því getur bara breyst mjög hratt núna eftir fréttir dagsins.“ Hún segir að eðli málsins samkvæmt sé alltaf áhættumat sem ráði för þegar kemur að faraldrinum. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður, ræddi við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Víglínunni í dag.Einar Árnason „Við tökum ekki ákvarðanir sem stangast á við stöðu faraldursins hvorki hér heima né erlendis.“ Katrín segir að það komi til greina að einungis farþegar frá grænum löndum fái að koma hingað til lands án þess að þurfa að sæta sóttkví. Kemur þá mögulega til greina að þetta taki einungis til farþega frá grænum löndum? „Ég get eiginlega ekki sagt til um það, það er ekki alveg tímabært að segja nákvæmlega hver útfærslan er. En það kemur algjörlega til greina já,“ sagði Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Víglínan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira