Undir fölsku flaggi í nafni DHL og svíkja út fé í gegnum SMS Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 17:48 Hér til hliðar má sjá skjáskot af umræddum smáskilaboðum sem sannarlega eru ekki frá DHL heldur óprúttnum aðilum sem fara undir fölsku flaggi. EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL/Skjáskot Flutningsfyrirtækið DHL á Íslandi varar við smáskilaboðum sem send hafa verið út í nafni fyrirtækisins þar sem óprúttnir aðilar fara undir fölsku flaggi í nafni DHL og reyna að svíkja út fé. Fyrirtækið ítrekar að fyrirtækið biður viðskiptavini aldrei um kortaupplýsingar líkt og gert er á vefslóðinni sem fylgir umræddum svikaskilaboðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá DHL. „Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“ Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þetta svindl fer þannig fram að óprúttnir aðilar senda á nokkur þúsund handahófskennd íslensk símanúmer og vonast til þess að einhver af þeim eigi von á sendingu með DHL. Og þar sem yfir þúsund einstaklingar hér á landi eiga von á sendingu með DHL á hverjum degi þá eru því miður töluverðar líkur á því að einhver smelli á hlekkinn í góðri trú og gefi upp kortanúmerið sitt í framhaldinu,“ segir í tilkynningunni. Því miður hafi reynst erfitt að stöðva svindl af þessum toga þar sem svikahrapparnir búi til sínar eigin heimasíður og símanúmerin virðast valin handahófskennt. „. Við erum í stöðugum samskiptum við netöryggisdeild DHL í Evrópu sem rannsakar málið og gerir sitt besta í að loka þessum síðum,“ segir í tilkynningu DHL. Þá er viðskiptavinum bent á að þeir sem eiga von á sendingu með DHL fái greiðsluseðil í heimabanka. Aldrei séu send skilaboð með hlekk á vefslóð með SMS eða tölvupósti þar sem óskað er eftir kreditkortaupplýsingum. „Ef þú átt von á sendingu með DHL sem er komin til landsins þá færðu sms frá DHL á Íslandi um að sendingin sé komin og getur þú þá valið um afhendingarmöguleika með því að smella á hlekkinn,“ segir ennfremur í tilkynningunni. „Við viljum því ítreka að fólk smelli aldrei á hlekki eða linka í skilaboðum sem virðast koma frá DHL ef beðið er um greiðsluuplýsingar. Gefið aldrei upp kreditkortaupplýsingar í gegnum hlekki því við sendum alltaf greiðsluseðil í heimabanka.“
Netglæpir Netöryggi Fjarskipti Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira