Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:01 Florentino Pérez segist ganga gott eitt til með stofnun ofurdeildarinnar. Hann vilji bara bjarga fótboltanum. getty/Diego Souto Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“ Ofurdeildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira
Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“
Ofurdeildin Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Sjá meira