Westbrook hrellti gömlu félagana Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 09:30 Westbrook hefur lengi kunnað vel við sig í Oklahoma. Getty Images/Will Newton Leikstjórnandinn Russell Westbrook heimsótti gamlan heimavöll og náði í 28. þreföldu tvennu sína á leiktíðinni er hann fór fyrir Washington Wizards í 129-109 sigri á Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í nótt. Sjö leikir fóru fram vestanhafs. Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
Westbrook, sem lék með Oklahoma í ellefu ár, frá 2008 til 2019, var óstöðvandi á gamla heimavellinum í nótt. Hann skoraði 37 stig, tók ellefu fráköst og gaf ellefu stoðsendingar. Liðsfélagi hans, Bradley Beal, skoraði 33 stig og voru þeir félagar því með 70 af 129 stigum Washington í leiknum. Sigur Wizards er þeirra sjöundi í röð en liðið situr í 10. sæti Austurdeildarinnar og berst fyrir sæti í umspili fyrir úrslitakeppnina. ANOTHER Russ triple-double.ANOTHER Wizards win.37, 11, 11 for @russwest44 in the @WashWizards 7th consecutive victory! #DCAboveAll pic.twitter.com/hYLbmkIW4N— NBA (@NBA) April 24, 2021 Stephen Curry skoraði þá 25 stig í síðari hálfleik fyrir Golden State Warriors sem léku fyrir framan áhorfendur í fyrsta skipti í rúmt ár í 118-97 sigri á Denver Nuggets í San Francisco. Alls var Curry með 32 stig í leiknum en Kelly Oubre Jr. var næststigahæstur með 23 stig af bekknum. Draymond Green átti einnig góðan leik þrátt fyrir að skora aðeins eitt stig, þar sem hann tók ellefu fráköst og gaf 19 stoðsendingar. Michael Porter Jr. var stigahæstur í liði Denver með 26 stig. Steph's 25-point 2nd half lifts @warriors! pic.twitter.com/I8gq7FsuMm— NBA (@NBA) April 24, 2021 Brooklyn Nets fóru á topp Austurdeildarinnar eftir 109-104 sigur á Boston Celtics. Kyrie Irving gekk þar illa að hitta körfuna, þar sem aðeins fjögur af 19 skotum hans utan af velli fóru niður, en átti þó níu fráköst og ellefu stoðsendingar auk 15 stiga sinna fyrir Nets í leiknum. Liðsfélagi hans Joe Harris var með 20 stig og Jeff Green 19. Stigahæstur á vellinum var Jayson Tatum úr liði Boston með 38 stig en hann tók að auki tíu fráköst. Brooklyn hafa unnið 40 leiki af 60 í vetur og fóru með sigrinum á topp Austurdeildarinnar. Philadelphia 76ers, sem hafa tapað þremur í röð, eiga leik inni og jafna Brooklyn á toppnum með sigri. Efficient night off the bench for @BruceBrown11 to spark the @BrooklynNets!15 PTS (7-8 FGM) | 8 REB pic.twitter.com/RzJogT1z3w— NBA (@NBA) April 24, 2021 Úrslit næturinnar Atlanta Hawks 118-103 Miami Heat Brooklyn Nets 109-104 Boston Celtics Cleveland Cavaliers 102-108 Charlotte Hornets Portland TrailBlazers 128-130 Memphis Grizzlies Golden State Warriors 118-97 Denver Nuggets Houston Rockets 104-109 Los Angeles Clippers Oklahoma City Thunder 109-129 Washington Wizards
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira