Lakers tapaði þriðja leiknum í röð og Luka nálgast óðum leikbann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Luka Doncic var rekinn út úr húsi í nótt eftir að hafa fengið tvær tæknivillur. AP/Tony Gutierrez Los Angeles Lakers, Dallas Mavericks og Boston Celtics eiga öll hættu á því að þurfa að komast inn í úrslitakeppnina í gegnum hina nýju umspilsleiki í lok deildarkeppninnar eftir að hafa tapað leikjum sínum í NBA deildinni í körfubolta. LeBron James er kominn aftur til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla en Los Angeles Lakers liðið heldur áfram að tapa leikjum. Lakers tapaði 114-121 á heimavelli á móti Toronto Raptors í nótt en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Season highs for Lowry & Siakam! @pskills43: 39 points, 13 boards@Klow7: 37 points, 11 assists, 8 threes#WeTheNorth pic.twitter.com/UCo3rh9nph— NBA (@NBA) May 3, 2021 James var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en kláraði þó ekki leikinn. James var aumur í ökklanum og spilaði ekki lokakaflann í leiknum. Andre Drummond var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Lakers en hjá Raptors voru Pascal Siakam (39 stig og 13 fráköst) og Kyle Lowry (37 stig og 11 stoðsendingar) mjög öflugir. Lakers liðið er nú jafnt Portland Trail Blazers í sjötta og sjöunda sætinu í Vesturdeildinni. Sjötta sætið sleppur við umspilið en sjöunda sætið ekki. Buddy Hield var með 27 stig og Marvin Bagley III skoraði 23 stig þegar Sacramento Kings vann 111-99 sigur á Dallas Mavericks en Kings vann alla þrjá leiki liðanna á tímabilinu. Það var ekki nóg með að Dallas Mavericks tapaði þessum leik heldur var Luka Doncic rekinn úr húsi undir lokin eftir sína aðra tæknivillu í leiknum. Doncic var með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en hann er nú kominn með fimmtán tæknivillur á tímabilinu og fer í leikbann þegar hann fær næstu tæknivillu. Giannis, KD went at it in today's Eastern Conference showdown. @Giannis_An34: 49 PTS, 3 BLK, W@KDTrey5: 42 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/2ffwr3er7J— NBA (@NBA) May 2, 2021 Giannis Antetokounmpo hafði betur í mögnuðu uppgjöri á móti Kevin Durant þegar Milwaukee Bucks vann 117-114 sigur á Brooklyn Nets. Giannis skoraði 49 stig í leiknum á móti 42 frá Kevin Durant. Giannis Antetokounmpo var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot en hann hitti úr 21 af 36 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Khris Middleton var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur Milwaukee Bucks í síðustu fjórum leikjum og liðið nálgaðist Brooklyn Nets í baráttunni um efstu sæti Austurdeildarinnar. 34 & 12 for JoJo @JoelEmbiid's double-double leads the @sixers to victory in OT. pic.twitter.com/Pf1470vlJJ— NBA (@NBA) May 3, 2021 Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers slapp með skrekkinn og vann 113-111 sigur á vængbrotnu liði San Antonio Spurs í framlengdum leik. Ben Simmons skoraði sigurkörfuna þegar hann fylgdi á eftir skoti Embiid. @BenSimmons25 tips in the #TissotBuzzerBeater, from EVERY ANGLE!#HereTheyCome #ThisIsYourTime pic.twitter.com/6CJO46CUpt— NBA (@NBA) May 3, 2021 Seth Curry skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem vann fjórða leikinn í röð og er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. Simmons var bara með fimm stig í leiknum auk sex frákasta og fimm stoðsendinga. Lonnie Walker IV var stigahæstur hjká Spurs liðinu með 23 stig og Keldon Johnson, Derrick White, DeMar DeRozan og Jakob Poeltl. @DevinBook drops 32 PTS in the @Suns W! pic.twitter.com/4eoJtsePux— NBA (@NBA) May 3, 2021 Devin Booker var með 32 stig og Chris Paul bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 123-120 sigur á Oklahoma City Thunder en eftir þenann sigur þá er Suns og Utah Jazz jöfn á toppi Vesturdeildarinnar með 46 sigra og 18 töp. 33 PTS for @CJMcCollum. 4 straight for @trailblazers. pic.twitter.com/eQLAE3ASNo— NBA (@NBA) May 3, 2021 CJ McCollum var með 10 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann 129-119 sigur á Boston Celtics. Damian Lillard var síðan með 26 stig og 13 stoðsendingar í þessum fjórða sigri Portland í röð. Portland jafnaði þar með við Lakers í baráttunni um að sleppa við umspilsleikina. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston liðið sem er nú komið niður í sjöunda sæti í Austurdeildinni sem myndi þýða að liðið færi í leikina um sæti í úrslitakeppninni. 31 points in 3 quarters for @J30_RANDLE.. 11 wins in 12 games for @nyknicks! pic.twitter.com/T9WXaOTDez— NBA (@NBA) May 3, 2021 Julius Randle og New York Knicks halda áfram að gera flotta hluti. Randle var með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 122-97 sigri New York Knicks á Houston Rockets þrátt fyrir að spila bara þrjá leikhluta og New York vann sinn ellefta sigur í síðustu tólf leikjum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.) The @sixers and @Suns retake #1 in each conference!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/mFnRjiGmmK— NBA (@NBA) May 3, 2021 NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira
LeBron James er kominn aftur til baka eftir langa fjarveru vegna meiðsla en Los Angeles Lakers liðið heldur áfram að tapa leikjum. Lakers tapaði 114-121 á heimavelli á móti Toronto Raptors í nótt en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Season highs for Lowry & Siakam! @pskills43: 39 points, 13 boards@Klow7: 37 points, 11 assists, 8 threes#WeTheNorth pic.twitter.com/UCo3rh9nph— NBA (@NBA) May 3, 2021 James var með 19 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar en kláraði þó ekki leikinn. James var aumur í ökklanum og spilaði ekki lokakaflann í leiknum. Andre Drummond var með 19 stig og 11 fráköst fyrir Lakers en hjá Raptors voru Pascal Siakam (39 stig og 13 fráköst) og Kyle Lowry (37 stig og 11 stoðsendingar) mjög öflugir. Lakers liðið er nú jafnt Portland Trail Blazers í sjötta og sjöunda sætinu í Vesturdeildinni. Sjötta sætið sleppur við umspilið en sjöunda sætið ekki. Buddy Hield var með 27 stig og Marvin Bagley III skoraði 23 stig þegar Sacramento Kings vann 111-99 sigur á Dallas Mavericks en Kings vann alla þrjá leiki liðanna á tímabilinu. Það var ekki nóg með að Dallas Mavericks tapaði þessum leik heldur var Luka Doncic rekinn úr húsi undir lokin eftir sína aðra tæknivillu í leiknum. Doncic var með 30 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar en hann er nú kominn með fimmtán tæknivillur á tímabilinu og fer í leikbann þegar hann fær næstu tæknivillu. Giannis, KD went at it in today's Eastern Conference showdown. @Giannis_An34: 49 PTS, 3 BLK, W@KDTrey5: 42 PTS, 10 REB, 7 3PM pic.twitter.com/2ffwr3er7J— NBA (@NBA) May 2, 2021 Giannis Antetokounmpo hafði betur í mögnuðu uppgjöri á móti Kevin Durant þegar Milwaukee Bucks vann 117-114 sigur á Brooklyn Nets. Giannis skoraði 49 stig í leiknum á móti 42 frá Kevin Durant. Giannis Antetokounmpo var einnig með 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 varin skot en hann hitti úr 21 af 36 skotum sínum þar af 4 af 8 fyrir utan þriggja stiga línuna. Khris Middleton var síðan með 26 stig, 11 fráköst og 6 stoðsendingar. Þetta var þriðji sigur Milwaukee Bucks í síðustu fjórum leikjum og liðið nálgaðist Brooklyn Nets í baráttunni um efstu sæti Austurdeildarinnar. 34 & 12 for JoJo @JoelEmbiid's double-double leads the @sixers to victory in OT. pic.twitter.com/Pf1470vlJJ— NBA (@NBA) May 3, 2021 Joel Embiid skoraði 34 stig og tók 12 fráköst þegar Philadelphia 76ers slapp með skrekkinn og vann 113-111 sigur á vængbrotnu liði San Antonio Spurs í framlengdum leik. Ben Simmons skoraði sigurkörfuna þegar hann fylgdi á eftir skoti Embiid. @BenSimmons25 tips in the #TissotBuzzerBeater, from EVERY ANGLE!#HereTheyCome #ThisIsYourTime pic.twitter.com/6CJO46CUpt— NBA (@NBA) May 3, 2021 Seth Curry skoraði 22 stig fyrir Philadelphia sem vann fjórða leikinn í röð og er áfram í efsta sæti Austurdeildarinnar. Simmons var bara með fimm stig í leiknum auk sex frákasta og fimm stoðsendinga. Lonnie Walker IV var stigahæstur hjká Spurs liðinu með 23 stig og Keldon Johnson, Derrick White, DeMar DeRozan og Jakob Poeltl. @DevinBook drops 32 PTS in the @Suns W! pic.twitter.com/4eoJtsePux— NBA (@NBA) May 3, 2021 Devin Booker var með 32 stig og Chris Paul bætti við 18 stigum og 11 stoðsendingum þegar Phoenix Suns vann 123-120 sigur á Oklahoma City Thunder en eftir þenann sigur þá er Suns og Utah Jazz jöfn á toppi Vesturdeildarinnar með 46 sigra og 18 töp. 33 PTS for @CJMcCollum. 4 straight for @trailblazers. pic.twitter.com/eQLAE3ASNo— NBA (@NBA) May 3, 2021 CJ McCollum var með 10 af 33 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Portland Trail Blazers vann 129-119 sigur á Boston Celtics. Damian Lillard var síðan með 26 stig og 13 stoðsendingar í þessum fjórða sigri Portland í röð. Portland jafnaði þar með við Lakers í baráttunni um að sleppa við umspilsleikina. Jayson Tatum skoraði 33 stig fyrir Boston liðið sem er nú komið niður í sjöunda sæti í Austurdeildinni sem myndi þýða að liðið færi í leikina um sæti í úrslitakeppninni. 31 points in 3 quarters for @J30_RANDLE.. 11 wins in 12 games for @nyknicks! pic.twitter.com/T9WXaOTDez— NBA (@NBA) May 3, 2021 Julius Randle og New York Knicks halda áfram að gera flotta hluti. Randle var með 31 stig, 7 fráköst og 6 stoðsendingar í 122-97 sigri New York Knicks á Houston Rockets þrátt fyrir að spila bara þrjá leikhluta og New York vann sinn ellefta sigur í síðustu tólf leikjum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.) The @sixers and @Suns retake #1 in each conference!Teams ranked 7-10 will participate in the #StateFarmPlayIn Tournament after the regular season (May 18-21) to secure the final two spots in the #NBAPlayoffs for each conference. pic.twitter.com/mFnRjiGmmK— NBA (@NBA) May 3, 2021
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Toronto Raptors 114-121 Milwaukee Bucks - Brooklyn Nets 117-114 Boston Celtics - Portland Trail Blazers 119-129 Houston Rockets - New York Knicks 97-122 Charlotte Hornets - Miami Heat 111-121 Dallas Mavericks - Sacramento Kings 99-111 Oklahoma City Thunder - Phoenix Suns 120-123 San Antonio Spurs - Philadelphia 76ers 111-113 (framl.)
NBA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Sjá meira