Hættusvæðið í kringum gosið stækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. maí 2021 12:05 Hættusvæði í kringum öflugasta gíginn verður stækkað. vísir/Vilhelm Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað. Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Náttúruvásérfræðingar á Veðurstofunni funduðu í morgun um stöðu eldgossins á Reykjanesi. Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár, á Veðurstofu Íslands segir að stækka þurfi hættusvæðið eftir breytingar sem urðu á gosvirkninni aðfaranótt sunnudags. „Núna einkennist eldgosavirknin af reglulegum kvikustrókum sem ná allt að þrjú hundruð metra hæð,” segir Sara. Samhliða þessu geta hraunmolar sem eru allt að fimmtán sentimetrar að stærð skotist nokkuð langt út frá gígnum. Samkvæmt drögum að nýju hættusvæði er gert ráð fyrir að það verði allt að 650 metrar í kringum öflugasta gíginn, eða gíg númer fimm, þegar vindhraði fer upp í fimmtán metra á sekúndu. Gert er ráð fyrir að hættusvæðið sé nokkuð minna í rólegri vindátt, eða fjögur hundruð metrar. Til stendur að breyta gönguleið við gíginn.vísir/Vilhelm Sara segir ástæðu fyrir fólk til þess að fara varlega þar sem minni hraunmolar geta einnig skotist lengra. Unnið er að því að breyta gönguleiðinni þannig að hún liggi fyrir utan svæðið. „Viðbragðsaðilar sem eru að vinna á svæðinu eru að núna að leggja til að breyta gönguleiðinni þannig að það verði bannað að fara inn á þetta hættusvæði,” segir Sara. Enn sé erfitt að segja til um hvað veldur breyttri virkni en fylgst er með breytingum á kviku og gastegundum. „Við erum að safna gögnum og fara yfir þau en það er enn ekki skýrt eða ljóst af hverju við erum að sjá þessar breytingar,” segir Sara.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Grindavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira