Skreytum hús: „Mér finnst stofan hafa stækkað“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. maí 2021 08:01 Nýtt parket, nýr litur á veggina og ljósar gardínur gjörbreyttu stofu Valgerðar Helgu og gerðu hana mun bjartari. Samsett „Mér finnst svo gaman af öllu sem þú ert með uppi á veggjum, sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún heimsótti Valgerði Helgu fyrst. Í nýjasta þættinum af Skreytum hús tekur Soffía Dögg í gegn stofu á skrautlegu og skemmtilegu heimili í Reykjavík. Það átti að skipta út öllu. Stofan fyrir breytingunaSkreytum hús „Skipta um gólfefni, mála, skipta um gardínur. Mér vantar bara að fríska upp á,“ sagði Helga um það sem Soffía Dögg mátti gera í rýminu. „Allt út og allt inn,“ var svarið sem hún fékk við því frá þáttastjórnandanum. Valgerður Helga vildi einfaldlega byrja upp á nýtt og skipta út nánast öllum húsgögnunum. Stofan fyrir breytinguna.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Stofa á Skúlagötunni Kominn tími á breytingu „Stofan er búin að vera eins í níu ár og það er alveg komin tími á að breyta,“ sagði Valgerður Helga áður en farið var af stað í framkvæmdirnar. „Ég mála einhvern veginn alltaf allt hvítt en ég er alveg opin fyrir öllu.“ Hún vildi notalegan lit á rýmið en ekki of dökkan. Nýr litur á veggina gerði mikla breytingu og passaði líka vel við nýja gólfefnið. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Það munar svo ótrúlega miklu að fá þetta ljósa og fallega parket inn, það stækkar rýmið bara um helming.“ Svo þurfti að finna nýjan sófa sem passaði inn í þessa gjörbreyttu stofu. Soffía Dögg notaði baðmottur í bakið á skápnum og bæsaði þær svo litatónninn passaði inn í rýmið.Skreytum hús Soffía Dögg leyfði öllum mununum hennar Valgerðar Helgu að njóta sín í hillum í stofunni og gerði það stofuna persónulegri um leið. Svo gerði hún skemmtilegar breytingar á sjónvarpsskenk og glerskáp með því að setja hlýlegan við á þessi svörtu húsgögn. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna. „Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað.“ Soffía Dögg segir að það hafi verið gaman að fá traust til að koma húseiganda svona á óvart, sérstaklega þar sem hún hafi verið óhrædd við að láta ýta sér út fyrir þægindarammann. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna. Hús og heimili Skreytum hús Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Í nýjasta þættinum af Skreytum hús tekur Soffía Dögg í gegn stofu á skrautlegu og skemmtilegu heimili í Reykjavík. Það átti að skipta út öllu. Stofan fyrir breytingunaSkreytum hús „Skipta um gólfefni, mála, skipta um gardínur. Mér vantar bara að fríska upp á,“ sagði Helga um það sem Soffía Dögg mátti gera í rýminu. „Allt út og allt inn,“ var svarið sem hún fékk við því frá þáttastjórnandanum. Valgerður Helga vildi einfaldlega byrja upp á nýtt og skipta út nánast öllum húsgögnunum. Stofan fyrir breytinguna.Skreytum hús Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan og eins og alltaf mælum við með því að þú horfir á þáttinn áður en þú lest áfram. Klippa: Skreytum hús - Stofa á Skúlagötunni Kominn tími á breytingu „Stofan er búin að vera eins í níu ár og það er alveg komin tími á að breyta,“ sagði Valgerður Helga áður en farið var af stað í framkvæmdirnar. „Ég mála einhvern veginn alltaf allt hvítt en ég er alveg opin fyrir öllu.“ Hún vildi notalegan lit á rýmið en ekki of dökkan. Nýr litur á veggina gerði mikla breytingu og passaði líka vel við nýja gólfefnið. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Það munar svo ótrúlega miklu að fá þetta ljósa og fallega parket inn, það stækkar rýmið bara um helming.“ Svo þurfti að finna nýjan sófa sem passaði inn í þessa gjörbreyttu stofu. Soffía Dögg notaði baðmottur í bakið á skápnum og bæsaði þær svo litatónninn passaði inn í rýmið.Skreytum hús Soffía Dögg leyfði öllum mununum hennar Valgerðar Helgu að njóta sín í hillum í stofunni og gerði það stofuna persónulegri um leið. Svo gerði hún skemmtilegar breytingar á sjónvarpsskenk og glerskáp með því að setja hlýlegan við á þessi svörtu húsgögn. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér fannst æðislega gaman að labba hérna inn,“ sagði Valgerður Helga eftir að hún hafði fengið að sjá breytinguna. „Það sem kom mér mest á óvart var að mér finnst stofan hafa stækkað.“ Soffía Dögg segir að það hafi verið gaman að fá traust til að koma húseiganda svona á óvart, sérstaklega þar sem hún hafi verið óhrædd við að láta ýta sér út fyrir þægindarammann. Stofan eftir breytinguna.Skreytum hús „Mér finnst þetta bara æði, ég er mjög sæl með þetta.“ Í ítarlegri bloggfærslu á síðunni Skreytum hús er hægt að finna frekari upplýsingar um breytingarnar og þær vörur sem Soffía Dögg notaði til þess að breyta rýminu. Soffía Dögg gerði „moodboard“ fyrir breytingarnar til þess að sjá betur fyrir sér lokaútkomuna.Skreytum hús Hægt er að sjá breytinguna og horfa á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér ofar í fréttinni. Þættirnir eru sýndir á miðvikudögum hér á Vísi og fara samhliða því inn á Stöð 2+ efnisveituna.
Hús og heimili Skreytum hús Tíska og hönnun Tengdar fréttir Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00 Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31 Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25 Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Skreytum hús: Barnaherbergi breytt í unglingaherbergi Jóhann Ingimarsson fékk draumaherbergið sitt í síðasta þætti af Skreytum hús. Jóhann er níu ára gamall og þráði ekkert heitar en að fá alvöru leikjastól og LED-ljósaborða í svefnherbergið sitt. 2. maí 2021 12:00
Innlit á heimili Soffíu: „Allir eigi að geta átt fallegt heimili“ Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur slegið í gegn með þættina Skreytum hús á Stöð 2+ og Vísi undanfarna mánuði. 29. apríl 2021 10:31
Skreytum hús: „Ég hélt að ég myndi aldrei fá svona herbergi“ Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Það er óhætt að fullyrða að hann Jóhann Ingimarsson, 9 ára, er dásamlegasti viðmælandi sem sést hefur í þessum þáttum. 28. apríl 2021 08:25
Kom á óvart hvað lítið þurfti til að gera mikla breytingu „Fyrst að við ætlum að fara undir stigann að laga til þar, eigum við þá ekki bara að laga til í allri stofunni í leiðinni,“ sagði Soffía Dögg Garðarsdóttir þegar hún gerði breytingar á íbúð í Árbænum. 24. apríl 2021 12:00