Adolf Ingi endurráðinn og farinn á flakk með ferðamenn á ný Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2021 11:24 Adolf Ingi Erlingsson getur vart lýst því hversu mikill léttir það er að geta nú horft fram á ferðaþjónustuna vakna til lífsins. Hann fór með belgísk hjón til að skoða gosið í gær en þau hafa ferðast um heim allan til að skoða gos. Adolf Ingi Adolf Ingi Erlingsson ökuleiðsögumaður fór sinn fyrsta leiðangur með ferðamenn í gær. Hann segir að eldgosið sé og eigi eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl. Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vísir ræddi við Adolf Inga sem segir þetta æðislegt, hann fór í sína fyrstu ferð síðan í ágúst í fyrra. Ferðaþjónustan er að ræsa sínar vélar. „Já, allaveganna er búið að endurráða mig hjá Artic Adventures, frá því um mánaðamót. Ég fór fyrstu ferð í gær með tvo ferðamenn til að skoða gosið.“ Ferðaþjónustan býst einkum við Bandaríkjamönnum Adolf segir að um hafi verið að ræða belgísk hjón sem ferðuðust hringinn um landið í ágúst í fyrra en komu nú hingað sérstaklega til að sjá eldgosið. „Þau hafa ferðast um heim allan til að skoða eldgos. Það vildi svo skemmtilega til í gær, en þá voru örfáar hræður á ferðinni, að ein ung stúlka sem við mættum í bröttustu brekkunni, hún var líka frá Belgíu. Eini túristinn sem ég talaði við fyrir utan þessi hjón mín. Kom skemmtilega á óvart, hélt að þetta væru aðallega Bandaríkjamenn.“ Adolf Ingi fer sína fyrstu hringferð um landið um miðjan mánuðinn. Bókanir eru að detta inn og fólk að koma. Að sögn Adolfs Inga á eldgosið eftir að reynast gríðarlegt adráttarafl og hann liggur nú á bæn og vonar að það slökkni ekki á því í bráð.Vísir/Vilhelm „Einhvers staðar verður að byrja. Byrjum smátt en þetta er að fara í gang. Ég er himinlifandi með að vera kominn aftur til starfa, við það sem ég hef unnið við síðustu árin og ætla mér að vinna með.“ Að sögn Adolfs Inga er framan af sumri einkum búist við að Bandaríkjamenn sæki landið heim. Þar virðist ferðaviljinn vera mikill meðal þeirra sem búnir eru að fá bólusetningu. „Það er sá hópur sem helst er litið til fram eftir sumri. Svo vonast menn til að Bretar, en þar ganga bólusetningar gengið vel en stjórnvöld lagst gegn því að fólk ferðist. En vonandi að það breytist.“ Gosið á eftir að reynast gríðarlegt aðdráttarafl Fleiri ferðaþjónustuaðilar en Artic Adventures voru með ferðir að gosinu í gær. Adolf Ingi segir það klárt mál að ferðaþjónustan sé í viðbragðsstöðu, allt að fara í gang. „Fyrirtækið hjá okkur byrjar hægt en það er búið að endurráða einhverja starfsmenn. Þetta er að fara í gang þannig að þetta er allt önnur líðan og stemmning. Nú ríkir bjartsýni, að þetta fari verulega í gang á næstu mánuðum.“ Spurður hvort gosið á Reykjanesi muni reynast segull á ferðamenn er helst á Adolfi Inga að skilja að þar sé kjánalega spurt. „Jú, og maður liggur á bæn og vonar að þetta haldist. Ekkert sem við getum boðið uppá sem jafnast á við þetta gos. Meðan þetta er svona aðgengilegt, með fullri virðingu fyrir öllu öðru sem við höfum upp á að bjóða; lifandi gos toppar allt aðdráttarafl. Jú, drottinn minn, það á eftir að verða ofboðslegt aðdráttarafl.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira